Góðir leikjaunnendur,

Í dag, 9. október, eru fimm ár síðan fyrsti leikjamiðlari Símans Internet fór í loftið, undir nafninu <a href="http://web.archive.org/web/19990116235447/http://skjalfti.simnet.is/“>Skjalfti.simnet.is</a>. Á þessum tíma var það fyrir framsýni og elju Símadólga (hey, p1mp!) eins og enns, Fluffsters og Happycat, að DaXeS ógleymdum, að þjónustan leit dagsins ljós. Fyrsta leikjamótið undir merkjum Skjálfta fór svo fram í Desember sama ár, í mötuneyti Landssímans í Sigtúni, við Austurvöll. Eins og Skjálftagestir vita hefur mikið vatn til sjávar runnið síðan, og væri ekki úr vegi að líta aðeins yfir farinn veg.

Í upphafi var orðið; orðið var Quake 2 FFA. Spilarar kepptust við að murka lífið hver úr öðrum á Pentium I og II vélum sínum, margir hverjir með lyklaborðið eitt að vopni, og einungis þeir allra heppnustu með ISDN - aðrir voru á upphringisamböndum, og með frá 120 til 500 í ping. Engu að síður varð þjónninn fljótt vinsæll, og fastur spilarahópur myndaðist á honum. Fljótlega var bætt við öðrum þjóni, sem hannaður var fyrir ”mano y mano“ keppnir; einvígi. Þetta varð ekki síður vinsælt meðal íslenskra spilara, og biðu þátttakendur oft í röðum á þjóninum, uns röðin kom að þeim. Já, það var sannkölluð saumaklúbbsstemming þarna, og jafnvel þekktist að menn væru vopnaðir poppi og gosdrykk meðan horft var á leiki.

Ekki leið á löngu þar til útlendingar fóru að leggja leið sína á þjónana, og jafnvel þeir <a href=”http://skjalfti.simnet.is/demos/“>fremstu í sinni röð</a> á þeim tíma. Árið 1999 varð strax vaxtarkippur í spiluninni (og undirritaður gekk í raðir Skjálftap1mpa), og mótaröðinni einnig. Fyrsta leikjamót ársins (S1|99) var skipað um 70 þátttakendum, og það annað yfir 100, en þá varð ljóst að Sigtúnið dygði ekki öllu lengur undir herlegheitin. Setið var með sveittan skallann yfir hvernig unnt væri að bregðast við þessum vaxtarverkjum, en niðurstaðan varð nokkuð sem engum heilvita manni hefði dottið í hug ári áður - leigt var heilt íþróttahús! Digranes, hið ágæta íþróttahús HK-manna varð að sannkölluðum vígvelli meðan á Skjálfta 3 | 1999 stóð, og voru þar um 200 manns samankomnir til að etja kappi í Q2 FFA, Q2 1v1, Q2 CTF og <a href=”http://action.telefragged.com/">Action Quake</a> TeamPlay.

Línur fyrir Quake 2 senuna voru þarna farnar að skýrast; VuLkaNus[hux] var að komast í toppform í 1v1, og velti þar með úr sessi hinum áður ósigrandi pH0, og hux eimreiðin hélt sínu striki í CTF. MurK og ice voru einnig topplið á þessum tíma, MurKarar með menn á borð við Rammstein (nú MurK-illfygli), fauta, a.fish, Uncle Sam og spass; og ice menn að sjálfsögðu með Ása, Traitor, Blues og félaga. Action Quake TeamPlay var verulega vinsæl grein á þessum tíma, en sá fáheyrði atburður átti sér stað á S3|09 að “baseq2” spilarar (spilarar sem öllu jöfnu spiluðu óbreyttan Quake 2, en ekki Action Quake) urðu AQTP meistarar. MurKarar stálu senunni með sigri á PhD í <a href="http://skjalfti.simnet.is/demos/pastmot/s399/aq/murk_vs_phd_-_Urban3_(final-Rated).dm2“>æsispennandi viðureign (Q2 demo)</a> á Urban 3.

Skjálfti 4 | 1999 var með svipuðu sniði og sá síðasti, nema hvað í þetta skipti vann <a href=”http://skjalfti.simnet.is/demos/pastmot/s499/aq/murk_vs_ice_-_Urban_(final-uncle).dm2“>ice aqtp (Q2 demo)</a> (annað ”baseq2“ clan), og MurK velti hux úr sæti CTF meistara með sannfærandi sigri. Skjálftaþjónarnir voru um þetta leyti orðnir fimm.

Um þetta leyti kom Quake III Arena út, og bróðurpartur samfélagsins skipti þegar yfir í hann. Margir höfðu m.a.s. skipt miklu fyrr, og spilað þá Q3test, og síðar Q3demo, e.t.v. í því skyni að fá forskot á væntanlega keppinauta þegar lokaafurðin loks kæmi út. á Skjálfta 1 | 2000 lifði einungis AQTP af Quake 2 keppnunum (og átti eftir að lifa leeeeengi til viðbótar), en 1v1, FFA, TDM og CTF keppnirnar notuðust við hinn nýútkomna Q3A. Mótið fór fram í húsnæði Briddsfélagsins í Mjóddinni, við meiri þrengsli en áður höfðu þekkst, en flestir skemmtu sér þó vel. Miklar hræringar höfðu orðið í leikmannaheiminum fyrir þetta mót, og varð vegur hux, K og PhD (ferskir úr AQTP) mestur.

Til allrar hamingju fór S2|00 fram í hinu vinalega HK húsi, og í þetta skipti hafði meginþorri AQTP sigurvegaranna á S1 skipt yfir í Q3A, undir sama nafni; Genesis. Þetta voru menn á borð við OziAz, AntiChrist, Reaper og Abel/tweaky.

Fyrir Skjálfta 3 | 2000 komu <a href=”http://www.ok.is“>Opin Kerfi</a> um borð í fleyið, sem aðalstyrktaraðili Skjálfta, og varð þá vendipunktur í sögu þjónustunnar; keyptir voru hvorki fleiri né færri en fjórtán ”rackmount“ serverar, og tveir tækjaskápar, auk öflugs netbúnaðar. Engu minni áhrif hafði innkoma banda, sem sá að miklu leyti um rekstur Skjálfta næstu þrjú árin, skrifaði skráningarkerfið okkar, og margt fleira. Zlave var að svo komnu tekinn við stjórnartaumunum í CS hlutanum, og tala verk hans sannarlega fyrir sig sjálf. Einnig færðum við okkur til í Kópavoginum, í þetta skipti til þeirra Breiðabliksmanna í Smáranum. Mótið var hið glæsilegasta, enda vítt til veggja í íþróttahúsinu, og mættu hátt í 400 manns til að keppa í Action Quake, hinum venjulegu Q3A keppnum (1v1, tdm, ctf), auk nýs Half-Life mods (e. modification) sem hafði verið í töluverðri sókn, og þekkt er sem Counter-Strike (kannast ekki einhver við fyrirbærið? :)).

Fyrr en varði breyttust hlutföllin svo um munaði; Counter-Strike varð á örskömmum tíma langvinsælasti FPS (First Person Shooter) leikur heims, en sigling hans varð þó eilítið hægari hér á landi, enda Quake hefðin sterk. CS liðunum fjölgaði og fjölgaði, og var svo komið á Skjálfta 4 | 2001, að fleiri þátttakendur voru í CS hluta mótsins, en Quake hlutanum. 2001 var svo annað blað brotið í sögu Skjálfta (og netleikjaspilunar á Íslandi), þegar Skjálfti sendi sjö spilara til keppni á <a href=”http://www.thecpl.com/“>CPL</a> mót í Amsterdam. Þetta voru tveir efstu spilarar í Q3 1v1 (Trixter og AntiChrist) og CS lið Hate.

Næstu mót voru með svipuðu sniði, rúmlega 4-500 manns í Smáranum, og keppt í AQTP, Q3 og CS. Nokkrum nýjum leikjum og moddum voru gefin tækifæri á þessu tímabili (2001-2002), en gáfu viðtökur í byrjun því miður ekki rétta mynd af því sem koma skyldi; <a href=”http://www.urbanterror.net“>Urban Terror</a> og Return to Castle Wolfenstein náðu báðir ágætri siglingu, en það fjaraði undan báðum þar sem samfélögin virtust ekki hafa náð ”krítískum massa“.

Í síðari tíð er umgjörð mótanna orðin hin fágaðasta, enda annað ekki sæmandi vaxandi ”íþrótt“; dagskrár hafa staðist og allt verið skipulagt í þaula. Eftir að HK menn stækkuðu svo gólfflöt í Íþróttahúsi sínu til mikilla muna með að skipta steypri stúku út fyrir útdraganlega, héldum við aftur á fyrri slóðir fyrir Skjálfta 3 | 2002. Fjöldi þátttakenda hefur allar götur síðan haldist um eða yfir 500, og hafa ítrekað verið rúmlega 60 lið í Counter-Strike keppninni.

Í september síðastliðnum var svo aftur brotið blað í Skjálftasögunni, er Stjörnuskjálfti 2003 var haldinn. Þar öttu kappi þeir sem best höfðu staðið sig á síðustu fjórum Skjálftamótum, í fámennum, ”elite“ meistarakeppnum, þar sem sigurvegarar hlutu glæsilega farandbikara, tækjabúnað (ADSL routera frá Simnet, dýrindis farsíma frá Símanum GSM), og Counter-Strike liðið þátttökurétt og farseðil á CPL mót í Kaupmannahöfn í nóvember. Stemmningin á mótinu var geysilega góð, og mikil áhersla lögð á beinan fréttaflutning gegnum GTV, HLTV og útvarpslýsingu fyrir tilstuðlan Shoutcast. Það var ^e/GGRN|Alias/thrstn sem mundaði hljóðnemann af mikilli fagmennsku, og hélt múgnum upplýstum um það sem var að gerast innan veggja HK hússins þessa helgi.

Að svo búnu eru Skjálftaþjónarnir hátt í 30, keyrðu allir Linux frá fyrsta degi, og u.þ.b. 90% þeirra gera það í dag (hey, það hafa ekki allir leikjaframleiðendur vit á að gefa út góðan dedicated Linux server). Uppitími þjónustunnar er venjulega sambærilegur við það sem krafist er af ”high availability“ þjónustum, og vélar aldrei ofhlaðnar.

Eins og fyrr segir hefur mikið vatn til sjávar runnið á þessum fimm árum, og margir spilarar og aðstoðarmenn komið og farið. Þetta hefði ekki gengið án ykkar, velunnara Skjálfta, spilara og gesta, og annarra sem lagt hafa hönd á plóg. Við kunnum ykkur öllum bestu þakkir fyrir hið liðna, og hlökkum jafnframt til hins ókomna. Skjálfti er enn á leikskólaaldri, og stendur nú ný endurnýjun á þjónum og ýmsum búnaði fyrir dyrum í vetur, svo við munum sannarlega halda áfram að þjóna ykkur eins og okkur er best lagið. Án ykkar væri enginn Skjálfti. Takk!


Tenglar:
<a href=”http://www.hugi.is/skjalfti“>Heimasíða Skjálfta</a>
<a href=”http://myndir.skjalfti.is“>Myndasíða Skjálfta</a>
<a href=”http://demos.skjalfti.is“>Demosafn síðustu Skjálftamóta</a>
<a href=”http://skjalfti.simnet.is/demos“>Demo frá 1999</a>
<a href=”http://static.hugi.is/games">Skráasafn (innlendur efnisspegill fyrir leikjaspilara)</a>


Fyrir hönd Skjálfta,
Eyjólfur Garðarsson,
MurK-Smegma
Smegma@IRCnet