Mótið er búið og við erum komin til Bangkok. Slitin voru ágæt, allavega var hægt að halda sér vakandi út athöfnina annað en á gamlárskvöld og setningunni.

Setningin byrjaði með þjóðdönsum ýmissa þjóða, söngvum og öðru þvíumlíku. Svo töluðu einhverjir merkilegir kallar aðeins og stutt myndband með yfirgripi yfir helstu atburðu mótsins var sýnt. Athöfnin endaði svo á því að Tælendingar afhentu Bretum fána alheimsbandalagsins og dönsuðu smá.

Eftir mótsslitin var svo haldið heljarinnar diskó sem stóð fram til eitt um nóttina. Eftir diskóið tókum við dótið okkar og pökkuðum inn í rútu þar sem brottfarartími okkar var klukkan 3 um nóttina. Við fórum svo í lest í 5 klukkutíma og sátum í óþægilegustu sætum sem hægt er að sitja í.

Við komum loksins til Bangkok um hádegið, illa sofinn og með sigg á rassinum. Ég sofnaði um leið og ég lagðist í rúmið og það var víst erfitt að vekja mig. Ég læsti óvar herbergisfélaga minn úti á meðan ég svaf. =)

Núna er ég í 9 hæða verslunarmiðstöð á stærð við 5 Kringlur. Allt er sjúklega ódýrt hérna og mikið hefur verið verslað í dag. En núna er ég farinn að eta.

Kveðja frá Tælandi
Arnar Ágústsson