Í gær var fín dagskrá. Við byrjuðum morguninn snemma með kjarnríkum morgunverði. Eftir morgunmat fórum við í “Global Development Village” sem eru póstar um ýmis málefni sem snerta okkur, frið, mannréttindi, heilsu og enviroment (vantar íslenskt orð =).

Minn flokkur fékk fyrir hádegi mannréttindi. Við fórum í póst tengdan flóttamönnum. Hann var mjög fræðandi og nú geri ég mér grein fyrir því að hluta hvernig flóttamönnum líður. Hópnum var skipt upp í fjölskyldur og ég var með Kana og 3 Japönum sem skildu ekki orð í ensku. Við fórum í leik þar sem sprengjuárás var sett á svið með vatnsblöðrum og öskrum. Við áttum að hafa bundið fyrir augun að finna okkur fjölskyldu og raða okkur með þeim. Þar næst fórum við í eftirlíkingu troðfullri rútu og földum okkur undir neyðarskýlum eftir það.

Sprengjuárás kom á skýlin og þegar þeim linnti hittum við júgóslavneskan landamæravörð sem talaði enga ensku. Hann lét okkur fá eyðublað á rússnesku sem við áttum að fylla út. Við giskuðum hvar við ættum að skrifa hvað og komumst inn. Inni fengum við svo eitt lítið vatnsglas og tvær litlar kökur á fjölskyldu.

Eftir hádegi dreifðist flokkurinn á nokkra pósta innan friðar. Ég fór, ásamt tveimur öðrum, í póst um frið en á sálfræðilegu nótunum. Við fórum í sálfræðiæfingar sem tengdust frið ekki neitt og nokkra leiki. Seinni hlutinn af póstinum fór í það að kenna okkur að deila með öðrum og skipta hlutunum jafnt á milli okkar.

Í nótt var kalt. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn ánægður með það að fá kulda. Ég þurfti að sofa með lakpoka á mér til þess að halda á mér hita. Við vöknuðum klukkan 5:30 og snæddum árbít.

Eftir morgunmat fórum við í hike. Það er ótrúlegt hvað fólk hérna er steikt. Í hikeinu voru stikur á 12 metra fresti til þess að segja okkur hvert við ættum að fara. Við villtumst. Af einhverjum gleymdist að segja okkur að það sem stóð á Tælensku þýddi í raun að við ættum að skipa um slóða. Við tókum allavega 20 mínútur í að velta okkur upp úr þessu og fengum loks einhver innfæddan til þess að aðstoða okkur. Hikeið var ekki erfitt en við gengum um skóg upp tvær hæðir. Eftir aðra hæðina gengum við niður á fallega strönd. Þarna vorum við komin á stað þar sem rúturnar áttu að keyra okkur á mótssvæðið afur. Við vorum bara 2 og hálfum hálfum klukkutímum á undan áætlun svo við chilluðum á ströndinni og fórum meðal annars á bananabát. Okkur tókst á snilldarlegan hátt að missa af rútunni svo við þurftum að fá mini-van sem keyrir staffið til þess að keyra okkur á mótssvæðið. Við vorum ekki með sundföt svo við vorum auðvitað renn blaut eftir að hafa verið að leika okkur í sjónum. Þegar við fórum út var allur bíllinn blautur.

Sænski kóngurinn hefur verið á vappi um svæðið síðustu tvo daga og gisti tveir nætur í tjaldi í einni af sænsku tjaldbúðunum. Mér hefur ekki enn hlotnast sú ánægja að verða á vegi hans en kannski maður sjái hann eitthvað í dag. Í tilefni af komu hans er meðfylgjandi mynd af honum.

Með kveðju frá Tælandi
Arnar Ágústsson

btw Selma. Þú ert víst of stór í Tælensk númer. (Frá Rósu)