Chill og aftur chill Ég hef voða lítið að skrifa um þar sem síðustu dagar hafa verið frekar rólegir fyrir mig.

Í dag er allsherjar chill dagur. Engin dagskrá, enginn sérstakur tími til að vakna á, bara rólegheit. Ég ætla að nota daginn til þess að komast í kynni við eitthvað af þessum útlendingum.

Dagurinn í gær var mjög rólegur fyrir mig. Ég var veikur heima í tjaldbúð og náði að sofa til rúmlega hádegis, þá var svona 50 stiga hiti í tjaldinu mínu og rakinn svona 90%. Hinir fóru í mismunandi dagskrá fyrir utan mótssvæðið. Einn hópurinn fór í Safari dýragarð, annar á fílsbak, þriðji í Thai boxing og sá fjórði sem ég átti að vera í fór að gera módel af tælenskum húsum og læra dansa og söngva.

Í gærkvöldi fórum við svo að rölta um svæðið og spjalla við útlendinga. Við duttum inn í langt spjall við Belga og komumst að ýmsu merkilegu. Sem dæmi má nefna að franskar kartöflur eru frá Belgíu, belgískt súkkulaði er betra en svissneskt og að belgískur ís er besti ís í heimi.


Takk fyrir að lesa þetta,
Arnar Ágústsson

p.s. Meðfylgjandi mynd er af tælenska fánanum.