Hérna hef ég sett upp kubb þar sem við Tælandsfarar getum bloggað þegar okkur gefst tækifæri til þarna úti. Við munum reyna að segja frá því hvað við gerum þarna, hvernig er þarna og hvað það verður gaman. Tælandsfarar sem vilja aðgang að kubbnum geta spjallað við mig í upphafi ferðarinnar og ég mun bæta einhverjum til þess að skrifa á móti mér (einum til tveimur).

Nú eru aðeins tveir dagar eftir af biðinni. Þetta hefur verið löng og ströng bið en hún tekur fljótt enda. Spenningurinn fyrir ferðinni er að nálgast hámark hjá flestum og ég tel nánast öruggt að ferðin muni uppfylla allar þær kröfur og ímyndanir sem við höfðum fyrirfram.

Ég vona og efast ekki um að ferðin muni verða okkur ánægjuleg.

p.s. Þar sem þessi ferð verður ekki farin til þess að skrifa greinar inn á netið munu líklega ekki koma margar greinar, en maður veit þó aldrei. En ef greinarnar koma inn sjaldan munu þær bara verða innihaldsríkari.

Með jólakveðju
Arnar Ágústsson,
Daywalke