Já þá er komið að síðasta kaffihúskveldi skátafélagsins Landnema og nú ætlum við út með stæl. Það sem verður frábrugðið við þetta kaffihúsakvöld er það að í þetta sinn mun félagið opna hurðir sínar fyrir dróttskátum einnig. Já það er rétt þessi all svaðalegi viðburður verður fyrir Dróttskáta líka. Nú hví er þetta? Þetta er hugsað sem smá gulrót handa Dróttskátum og gott tækifæri til að sýna þeim hvernig það er að vera Rekkaskáti í von um að það muni hvetja þau til að halda áfram í starfi.

Húsið mun opna á sínum venjulega tíma klukkan 8 og spilamennska byrjar vonandi í kringum 21:30-22:00. Sjoppan verður á sínum stað með vöfflur, nammi, gos og fleiri gómsæti sem hún mun selja gegn vægu verði. Þetta er viðburður sem enginn má láta fram hjá sér fara og hvetjum við alla sem lesa þessa auglýsingu um að bera út orðið til dróttskátana og bjóða þá velkomna að Háuhlíð 9 um helgina. Treystið mér það mun enginn sjá eftir því að mæta.

Sjáumst á Sunnudag