Kæru skátar,
Nú er komið að því! Fyrsti fundur fánaborgarinnar verður haldinn þriðjudaginn 26. maí, í Skátamiðstöðinni kl. 20. Það er mikilvægt að allir sem ætli að vera með mæti, til þess að við getum komið öllum saman og rætt um hvernig við ætlum að haga æfingum fram að 17. júní. Eldri og reyndari meðlimir þurfa líka að mæta á þennan fund. Engar áhyggjur, við byrjum ekkert að labba strax, heldur verður boðið upp á léttar veitingar og gott spjall. Enn og aftur: Mikilvægt að mæta ef þið ætlið að vera með!

Fánaborgin er fyrir 15 ára og eldri reykvíska skáta.

Sjáumst á þriðjudaginn með bros á vör,
Auður, Ásgeir og Ragnheiður,
Göngustjóra