Bergur ólafsson heiti ég en margir þekkja mig sem kelti, ég hef ákveiðið það að hætta skátastarfi öllu sem einu og mér þætti mjög gott ef enginn hérna mundi reyna hafa samband við mig.

Ástæðan af hverju ég er að segja mig úr skátastarfi er af því mér finnst þetta taka of mikinn tíma og pening,ég veit ekki hvað ég fer að gera, ég fer líklega og leita mér að einhverri vinnu í staðinn, en ég sé sjálfan ekki mig í skátunum eftir t.d. 10 ár.

Ég hef grínast með þetta áður en vill láta ykkur vita að ekkert grín er hér á ferð og vil ég að fólk virði það sem ég er að biðja það um, þetta er ekki auðvelt fyrir mig en samt eitthvað sem mér finnst nauðsynlegt að gera.

Að lokum vil ég bara segja bless og takk fyrir alla samveruna hún hefur verið frábær og vona að þið dæmið mig ekki fyrir þetta en eins og ég sagði er þetta eitthvað sem mér fannst ég þurfa að gera.


Takk og bless kv. Bergur “kelti” Ólafsson