Þegar við í Miðjuhópnum héldum Ds. Vítamín í Febrúar kynnti Gummi Finnboga í Vífli fyrir okkur þennan magnaða, en einfalda eftirrétt. Við prófuðum líka að elda hann á námskeiði hjá hjálparsveitinni um helgina og hann var alveg að slá í gegn.

Það sem þú þarft er:
- Epli, helst af minni gerðinni (t.d. dvergepli)
- Smjör
- Kanill
- Púðursykur
- Álpappír
- Eitthvað sem er mjög heitt

Skerið eplin í tvennt og kjarnhreinsið þau. Setjið góða klípu af smjöri í skarðið á hvorum helming ásamt ca. 1 tsk af kanil og 1 msk af púðursykri (Mjög gróflega áætlað, fer eftir smekk (en því meira, því betra)). Setjið síðan helmingana aftur saman með öllu gumsinu á milli. Vefjið í tvö lög af álpappír og hitið yfir eldi þangað til þið giskið á að þetta sé tilbúið.

Höfum pælt mjög í að bæta við einhverju aukalega, eins og rjóma, ís og/eða jarðarberjum jafnvel og gera þetta ennþá lystugra.
Mæli með því að þið prófið þetta í einhverri útilegunni þar sem þetta er ekki mjög flókið í framkvæmd.