Mér eins og örugglega mörgum öðrum barst þetta bréf frá Ragnheiði og man eftir umræðu um helgina um að svipað svona hefði verið haldið í október og verið léleg mæting því það vissu fáir af þessu. Allavega nú vita einhverjir af þessu ég ætla einhverjir fleiri game?

__________________________________________________________

Sæl(l)



Mánudaginn 16. febrúar verður fræðslukvöld á vegum fræðsluráðs BIS. Að þessu sinni er hugmyndin að gefa sveitarforingjum og aðstoðarsveitarforingjum skátafélaganna tækifæri til að hittast, spjalla saman og skiptast á hugmyndum.



Ef þú ert ekki þegar búin(n) að bóka mánudagskvöldið hvet ég þig til að mæta, því þetta er kjörið tækifæri til að miðla reynslu sinni og safna hugmyndum.



Ef þú hefur áhuga þá endilega skráðu þig á heimasíðu BIS – það er skemmtilegra að vita hvað það þarf að hafa mikið af kexi, djús og kaffiJ



Þar sem ég hef ekki netfang allra sveitarforingjanna langar mig að biðja þig að láta þetta berast.



Bestu kveðjur

Ragnheiður Ragnarsdóttir

Fræðslustjóri BÍS