Nú höfum ég og Elmar verið að vinna að söngvabók og ég veit það eru til endalaust af söngvabókum í skátastarfi. En þessi bók er öðruvísi að vissu leiti.

Þessi bók er ekki alveg tilbúin en en ætti að detta inn núna rétt fyrir eða eftir helgi. Þessi bók er þannig búin að hún inniheldur yfir 20 vinsæl skátalög um 10 hreyfi- og hermisöngva (ging gang, daramm damm daram og þess háttar) og svo vinsæl útilegu lög. Bókin inniheldur einnig gítargrip en það sem er sérstakt við þessa bók er að hún inniheldur einnig gripaskrá svo öll gripin í bókini má finna aftast í bókinni með fingrasetningu og staðsetningu á gítarnum. Þessi bók er mjög góð og frábær bæði fyrir þá gítarista sem langa að læra lögin, þau sem einfaldlega vilja eiga textana eða bara þá sem hafa átt rykfallin gítar í mörg ár og vilja einfaldlega prófa sig aðeins á hann.

Auðvitað er ekkert frítt en ég býst alls ekki við því að þessi bók fari yfir 1000 kr allavega mun það koma mér mjög á óvart. Þetta er ekki eitthvað draslhefti með lélegum pappír og gæti verið að við uppfærum hana á einhvers tímafresti og munum við þá bjóða fyrrum eigendum að skipta út fyrir hálfvirði eða minna.

Alls ekki líta á þetta sem leið til að plokka úr ykkur pening og koma í okkar vasa. Ég stakk upp á þessari hugmynd einfaldlega til að auðvelda fólki sem eru í félagi sem kanski hefur engan fyrrum gítarista til að læra lögin. Ef það er einhver í ykkar félagi sem kann á gítar eða bara úggúlele og langar að læra lögin bendið honum á þetta.

Svo er ég alltaf tilbúinn í að koma í félag viðkomandi og jafnvel kenna manneskjunni lögin ef hann á í erfiðleikum með að skilja eitthvað í bókinni. FRÍTT:D