Nú rakst ég á mjög skemmtilega bók upp í heimili sem mér þótti í vægum orðum verulega merkileg.

Þessi bók hét einfaldlega “Opnun skátafélagsins 1986” og var gefin út er við loksins byggðum skátaheimilið okkar gamla að Snorrabraut (sem við þurftum að flytjast úr eftir að BÍS seldi sinn hlut af húsinu helvítin) eftir 14 ár skilst mér. Þessi bók sagði stuttlega frá sögu Landnema, hvernig við urðum til, hverjir hefðu verið sveitar, deildar og félagsforingjar og hvað við hefðum gert og hvernig við hefðum haft áhrif. Það þótti mér einkum merkilegt að fyrsti sveitarforingji okkar var 15 ára og var sveitin stofnuð af drengjum á svipuðum aldri á þeim tíma er við vorum í SSR. En það sem mér þótti nánast jafn merkilegt var að samkvæmt þessu blaði áttum við þrjá skála og núna ætla ég að drífa mig að tilgangi korksins.

Fyrsti skálin er sá sem við könnumst nú flest við og kallast Þrymur og fengum við hann að gjöf það stóð ekki frá hverjum en væri fróðlegt að vita frá hverjum viti það einhver.

Annar skálinn nefndist Ólafsdalur og var hann í umsjá okkar í tvö ár skilst mér og var staðsettur nálægt lækjabotnum. Mér skilst að hann hafi verið rifin.

En merkilegast þótti mér þriðji skálinn. Hann var nefndur Þríhyrningur og var byggður af hópi drengja úr Landnemum sem kölluðu sig Njálssynir. Þessir drengir byggðu skála og nefndu hann einfaldlega Þríhyrningur. Þetta þótti mér merkilegt en ennþá merkilegra þótti mér að þessi skáli heitir nú í dag Glaumbær og skilst mér að sé í eigu Árbúa. Nú spyr ég þann sem svarið veit. Hvernig stendur á nafn- og eigendaskiptunum. Hví er þessi skáli ekki lengur í okkar eigu? Annars langaði mig líka að koma því til skila að við byggðum skálan því mér þótti ólíklegt að það vissu það margir.

Bætt við 18. janúar 2009 - 02:16
Hún hét “Opnun Skátaheimilisins” sorry