Já nú er komið að fyrsta kaffihúsakvöldi Landnema 2009. Að vana verður spilamót og sjoppa opin sem býður kreppuni byrginn með lágum verðum. Keppt verður í skítakalli og verður því blóðugur bardagi um bikarinn að þessu sinni þar sem ákveðnir einstaklingar hreyfingarinnar hafa verið þekktir fyrir mikla kænsku í þessu spili. Allir að mæta á þetta kaffihúsakvöld þar sem þetta er einnig frábær leið til að hitta gömlu vinina aftur alla á sama staðnum.

Bætt við 4. janúar 2009 - 23:30
Að þessu sinni var sigurvegari og íslandsmeistari skáta í Skítakalli Jónas Grétar Landnemi og má til gamans geta að þetta er annar stórsigur hans á kaffihúsakvöldi Landnema en hann vann umdeildan sigur í íslandsmeistaramóti í Kana þann 7. september 2008 en voru úrslitin ráðin milla hans og Atla Steinars Siggeirssonar Landnema með því að láta báða draga spil.