Rekkaskátasveitin Plútó mun halda opna rekkaskáta útilegu, þ.e. fyrir 16 ára og eldri (’92+) til þess að byrja starfsárið með krafti. Útilegan verður haldin í skálanum Þrym á Hellisheiði dagana 12. til 14. september nk.

Rekkaskátarnir sjá um að koma sér í og úr útilegunni en skálinn verður opinn eftir kl 20:00 á föstudagskvöld.
Í útilegunni verður boðið upp á tvær gönguferðir á laugardegi. Gengið verður upp á Skeggja og í Reykjadal þar sem hægt er að baða sig (Takið með ykkur sundföt). Um kvöldið munum við síðan grilla saman. Á sunnudeginum endar útilegan með hinu árlega vörðuhlaupi.

Það kostar 2.500 kr. á mann í útileguna og er grillmáltíð á laugardeginum innifalin í því.

Skráning fer fram á netfanginu: i_sjounda_himni@hotmail.com
Ef spurningar vakna hikið ekki við að senda póst.
stjórnandi á /skátar