Er búin að senda þennan þráð á tvö önnur áhugamál, og ætla að reyna hér líka.

Ég er að fara í hálfgert bakpokaferðalag í sumar. Ég verð ekki endalaust á ferðinni, verð í fimm vikur og stoppa í um viku á hverjum stað. Mig vantar þá almennilega tösku, og held að svona týpískur túristabakpoki væri þá bestur.
En þar sem ég á örugglega aldrei eftir að nota tuðruna eftir þessa ferð, vantar mig ekki eitthvað rándýrt sem á að duga í 20 ár.

Einhverjar góðar hugmyndir? Má ekki kosta of mikið, og verður að vera sirka 65-75l. Þeir einu sem ég hef fundið hingað til eru eitthvað pro dæmi með sérhólfi fyrir ísöxi sem ég þarf alls ekki.

Mega ekki vera forljótir!