Tillaga til ályktunar um Landsmót skáta
Stjórn BÍS leggur til að framvegis verði Landsmót skáta á tveggja ára fresti, þannig að árin
2010 og 2012 verði Landsmót skáta á Úlfljótsvatni og árið 2014 á Hömrum.

Greinargerð:
Landsmót skáta hafa verið haldin á þriggja ára fresti nú um nokkurt skeið. Fyrirsjáanlegt er
að næsta Landsmót skáta árið 2011 mun rekast á World Scout Jamboree sem haldið verður
sama sumar í Svíþjóð. Einnig er rétt að hafa í huga að árið 2010 minnast skáta þess að 100 ár
eru liðin frá upphafi kvenskátastarfs í heiminum og árið 2012 eru 100 ár liðin frá upphafi
skátastarfs á Íslandi. Því er lagt til að tvö ár verði milli Landsmóta skáta og að tvö þeirra
verði á Úlfljótsvatni á móti hverju einu á Hömrum.

Hvað finnst fólki um þetta? Mér finnst þetta allavega alveg fínt að það verði oftar á ÚSÚ heldur en á Hömrum.
- Á huga frá 6. október 2000