Eruð þið búin að fylgjast með þessu?
Fyrsta verkefnið var að tálga sér gaffal og hlaupa með ennið upp við staur í fullt af hringjum. whoop-de-do. Er einhver hérna að fara eftir þessu?

Næsta verkefni var mun skárra, fara í einhvern leik þar sem maður átti að liggja og velta hinum um koll, baka víkingabrauð og já, þessi kjánalega leðurpyngja, til dæmis til þess að geyma mótsbókina sína í. Já, hmm… allaveganna ákváðu foringjar í mínu félagi (og ég meðtalin) að sleppa því í bili.

Finnst ykkur eitthvað vit í þessu?
Já, látum 10 ára krakka fá hníf og tálga! Þið hefðuð átt að heyra í foreldrunum þegar við töluðum um útilegur, það var eins og við værum að flytja út í óbyggðir… annars er ég ekki hissa, margir nýbyjaðir og ekki með allt á hreinu. Allaveganna, eruð þið að fara eftir þessu? Vissuð þið um þetta? (ég þurfti að skoða landsmótsíðuna lengi til að finna þetta).

http://www.scout.is/landsmot2008/default.asp?ItemGroupID=103&ItemID=638