Já þar sem greinin hans Drésa var svolítið snubbótt þá ákvað ég að láta allar upplýsingar í té.

Þannig er mál með vexti að Landnemar hafa ákveðið að halda opna útilegu í Þrym helgina 7-9. september og eru allar skátar sem vettlingi geta valdið og hafa aldur til (fæddir 91 eða fyrr) hvattir til að láta sjá sig..

Í útilegunni verður boðið m.a. uppá þrjár gönguferðir á laugardegi sem þátttakendur geta skellt sér í.
1. Uppá Skeggja.
2. Inn í Innstadal.
3. Ganga inn í Reykjadal þar sem hægt er að fara í bað.

Þið verðið að koma með mat fyrir ykkur sjálf en grillað verður á laugardagskvöldi en hver og einn kemur með eigin mat til að setja á grillið. Á sunnudegi verður útilegunni slitið með hinu árlega Vörðuhlaupi og fer sigurvegari hlaupsins heim með farandbikar Vörðuhlaupsins.
Kostnaður útilegunnar er 1500 kr. á mann.


Skráning fer fram á e-mailinu:
i_sjounda_himni@hotmail.com (Ef spurningar vakna hikið ekki við að senda póst.)

Já þetta var s.s. betrumbætt útgáfa:D
Fríða Björk hefur skrifað.