jæja… nú er endalaust langt síðan einhver gerði eitthvað hérna… og ég kíki hingað á hverjum einasta degi í von um að einhver óbreyttur skáti hafi skrifað eitthvað um skátafundinn sinn seinasta. En ekkert slíkt hefur gerst svo ég ákvað að skrifa hingað nokkur orð til að koma smá lífi í þetta aftur.
Ég fékk spurningu frá strák um daginn sem hafði verið að velta þessu fyrir sér síðastliðið hálfa árið, afhverju skátar væri alltaf í flíspeysum. Sjálf hef ég ekki gert mér grein fyrir einhverju asnalegu við það að vera hópur af fólki í flíspeysum, en núna finnst mér það vera orðið frekar vandræðalegt, sérstaklega þegar það eru margir sem eiga alveg eins flíspeysu.
Hvað segið þið?
Fyrirgefðu, vinnur þú hér?