Jæja. Sumardagurinn fyrsti var heldur betur stór hjá okkur í dag. Ég vaknaði klukkan 8 í morgun til að taka til dótið sem þurfti fyrir fjáröflunina sem haldin var á þórsplaninu í dag. Við vorum sirka 10-11 í henni. Eftir mikinn undirbúning fyrir söluna í básunum niðri á þórspani fórum við heim að borða og fórum svo uppí víðistaðakirkju í skátamessu. Eftir messuna var farið fylktu liði niður að þórsplaninu, ég var í farabroddi með nokkurum öðrum skátum í fánaborg. Er við komum að þórsplaninu þá fór ég og aðrir beint í söluna sem við opnuðum. Miklum undirbúningi var varið í þetta og þetta gekk bara vel. Við seldum Gos,pítsur,pylsur,ís, svala og sitthvað. Flest allt rokseldist, og það var bara gaman þarna. Samtímis voru ýmis skemmtiatriði hinu megin á torginu og vil ég segja frá að Pardox, stjórnadi hér var meðal þeirra sem sáu um það =) Það var boðið uppá kassaklifur, málun og ýmist fleira. Eftir 2-3 klukkutíma sölu var klukkan orðin 4, og dagskráni lokið, við tókum saman og gekk það vel. Og þegar yfir var litið var þetta bara skemmtilegt, og ég vona að þið hafið átt ágætan dag sjálf, og ég þakka ykkur fyrir sem keyptu gotterí af okkur í dag =)

Er að fara að læra svo að enter og pura stafsetnig er því miður ekki í boði akkúrat núna =)