Í tilefni af ráðstefnu fyrir Róverskáta er efnt til samkeppni meðal skáta á aldrinum 16-22 ára til að taka þátt í ráðstefnunni sem fulltrúar íslands. Samkeppnin er einföld einungis þarf að skila inn einni ritaðri blaðsíðu á íslensku sem svarar spurningunni af hverju þú átt að taka þátt í dare to dream.

Þorir þú að láta þig dreyma eða “dare to dream” er ráðstefna Róverskáta, 16-22 ára, helgina 30. mars til 2. apríl 2007 og verður haldið í Alþjóðlegu skátamiðstöðinni í Kandersteg í Sviss. Á þessari ráðstefnu munu tveir fulltrúar frá fjölmörgum löndum í evrópu hittast og bera saman bækur sínar. Markmiðið með ráðstefnunni er að efla Róverstarf í evrópu, auka skilning á mismunandi þjóðum og að ungt fólk hittist og kynnist.

Eitt af forgangsverkefnum stjórnar BÍS með nýrri skátadagskrá er að efla aldurinn 16-22 ára í skátastarfi. Til að svo megi verða þarf að stuðla að auknum samskiptum þessa aldurshóps við skáta í öðrum löndum til að fræðast um hvað þau eru að gera og hvernig við getum lært af því.

Skila á inn eftirfarandi efni í samkeppninni í síðastalagi þriðjudaginn 13. febrúar:

Ein rituð blaðsíða á íslensku um af hverju þú átt að taka þátt í ráðstefnunni
Upplýsingar um skátaferil ásamt mynd af þér
Allar nánari upplýsingar veitir Jón Ingvar Bragason fræðslustjóri BÍS
.