Opið hús hjá skátafélögum Opið hús verður hjá skátafélögum víðsvegar um land á milli kl. 14-16 laugardaginn 26. ágúst nk. Nýir félagar verða innritaðir og starfsárið kynnt. Eftir vel heppnað skátamótasumar tekur við vetrarstarf með útilegum, dagsferðum og ævintýralegum samverustundum. Upplýsingar um starfssvæði skátafélagana er að finna hér á skátavefnum.

Skátahreyfingin byggir á reyndum og margsönnuðum gildum sem snúa að uppeldisfræði og jafningjafræðslu. Einstaklingurinn öðlast félagslegan og andlegan þroska með því að takast á við fjölbreytt og spennandi verkefni í samvinnu við jafnaldra sína án þess að vera í samkeppni við þá. Útilíf spilar stórt hlutverk í skátastarfi og innleiðir heilbrigða lífshætti, virðingu og kunnáttu gagnvart náttúrunni. Starf innan skátafélaga stendur öllum til boða sem náð hafa lágmarksaldri sem er 7-9 ára eftir skátafélögum.

Upplýsingar um skátafélög og símanúmer þeirra eru hér.


Nánari upplýsingar fást í Skátamiðstöðinni í síma 550 9800

Frétt af www.skatar.is
- Á huga frá 6. október 2000