Hvernig fannst ykkur svo Landsmótið? Mér fannst það allavega frábært! Það hefði ekki getað verið betra! Það eina sem mér fannst kannski vanta voru fleiri sturtur, nokkrir speglar og kannski meira af dagsskránni á ensku. (Ég veit að mikið var á ensku en ef ég væri útlendingur myndi ég vilja getað skilið allt, ekki bara hluta af því!)
Veðrið var frábært alla dagana og allir voru ótrúlega vingjarnlegir og opnir. Ég hlakka ótrúlega til næsta móts!

Flíspeysurnar voru ekki einu sinni hryllingur!!

(Ef það eru einhverjir Kópar þarna úti þá biðst ég afsökunar á vissum skáta í Klakki sem æpti “Við erum fiskar!” í hvert sinn sem þið opnuðuð munninn.)
Born to talk - forced to work