Núna og út sumarið er ég aðstoðarforingi yfir tímabundnum flokki á Akureyri (hann er fyrir krakka sem eru að prófa skátana í fyrsta sinn, þetta er námskeið sem er haldið einusinni í viku í allt sumar).
Næsta ár verð ég svo (líklega)aðstoðarforingi eða foringi yfir alvöru sveit (það verða líklega sömu krakkarnir). Þau eru öll í 5.bekk.. Mig vantar dagsskráliði handa þeim, hafið þið einhverjar uppástungur?

Mig langar líka að kenna þeim alla þessa gáfulegu hluti sem skátar eiga að vita en ég veit ekki alveg hvaða hlutir það eru. Ef það er eitthvað sem var sérstaklega skemmtilegt/nytsamlegt/áhugavert sem ykkur var kennt í allmennu skátunum látiði mig vita!
Born to talk - forced to work