Jæja loksins er komið að hinni stórfenglegu risa útilegu allra DROTTSKÁTA á árinu! Já við erum að tala um risa útilegu og það í KSU!

Já þið lásuð rétt í KSU… KSU er einn flottasti stórmerkilegasti og skátaskáli á landinu. Umdeildar skoðanir eru á því hvernig skálinn sé að utan og innan en þar sem hann er á Úlfljótsvatni verður hann sjálfkrafa einn flottasti skáli landsins!

Búið er að panta KSU helgina 11-13 febrúar 2005 og verður útilegan þá! Öllum drottskátum á aldrinum 15 og eldri er boðið að mæta í útileguna og chilla!

Leiga á skálanum er mjög dýr og hefur verið ákveðið að helgin muni kosta 1000 kr. Ef það vill svo til að umframpeningur verður til þá mun hann bara geymast mjög vel þangað til að næsta risa útilega verður!

Ef þið viljið fá nánari upplýsingar eða upplýsingar síðar meir um hvernig málin ganga með þessa útilegu þá ættuð þið að kíkja á http://blog.central.is/skatar

Kveðja
Útilegunefndin :P (Sölvi)
< < < Er eitthvað sem suckar meira en próf? > > >