Skátafélagið Hjalti - hvað er það og má ég vera með? SKÁTAFÉLAGIÐ HJALTI
- hvað er það og má ég vera með?

Skátafélagið Hjalti er mjög virkt dróttskátafélag. Stofnandi félagsins og Félagsforingi er hinn mikið/lítt þekkti Hjalti Hrafn, og forsprakkar félagsins þá helst Englapuffarnir Elna Hraunbúi, Alma Skjöldungur & Eydís [ég] Fossbúi. Einu skilyrðin fyrir að fá að vera með er að vera meðal virkur, samt latur og mjög skemmtilegur dróttskáti :) og auðvitað að þú hatir Pepsi og elskir Kók..

Við í Hjalta reynum að vera sem virkust og höfum fram að þessu haldið eitt skátamót [Kojuskátamótið á Laugavatni] sem heppnaðist prýðilega & farið í þó nokkrar Dalakotsútilegur [2 að tölu held ég..] og en fremur haldið eitt Gelgjumyndamaraþon & eitt Hryllings & teiknimyndamaraþon. Þannig að við höfum verið mjög dugleg að hafa eitthvað skemmtilegt fyrir stafni!

Framundan hjá okkur er Jólaútilega Hjalta, og við stefnum á því að halda hana 3-5 desember, í einhverjum mjög heppnum skála [erum að spá í að leigja Þrym eða jafnvel Vífilsbúð..] En annars látum við vita, og ef þið hafið áhuga á því að vera með í Hjalta eða fræðast meira um okkur vitleysingana þá endilega kíkið á


Verum kúl. Verum skátar