ég og nokkrir aðrir vinir mínir fóru í útilegu í fyrverandi skíðaskála húsið er í nyðurnýtum og ekkert skjól í skálanum. Svo við þurftum að redda því með nokkrum plötum fyrir stærstu götin svo að við mundum ekki drukna í snjó. Þarna uppá heiði var geðveikt veður svo að við gerðum ekki mikið um kvöldið nema koma okkur fyrir við sváfum svo þétt saman að maður svaf á hliðinni en (þetta var náttúrulega gert til að halda á okkur hita fyrir þá sem vita það ekki!) en það var ekki allt búið þarna þetta kvöld heldur fuku flestar plöturnar af götonum og við nenntum ekki að laga það þanig að það var svoldill vindur inni en það var reynt að sofa og það gekk ágætlega nema að hann Davíð hraut svo hátt að jafnvel mínkarnir þorðu ekki inn. En það lagaðist stax þegar við voktum Davíð og létum hann sofna síðastan þannig að þá sváfu allir til að klukkan var að slá níu þá öskraði einhver og allir vöknuðu þá fóru allir og fengu sér kakó en svo var farið út að leika við vorum þrír eftir inni en svo var sagt að Davíð hefði dottið í ána og það var að sjálfsögðu lýgi en það tókk strákana klukku tíma að finna þá Davíð og co en svo þegar við fundum þá var farið í ROSA snjóstríð svo var farið að pakka og gengið af stað niðr eftir en svo fundum við rosa hengju og stukum öll á hanna og þar var leikið sér í svoldin tíma en svo var haldið áfram og loksins komu við til bigða og fórum heim í hlýjuna ps:sorry fyrir allar stasetningarvillurnar.