Síðastliðið vor fór ég með skólanum mínum í ferð að Gufuskálum og skemmti mér mjög vel. Ég er ekki vígður skáti og er í rauninni ekki mikil útivistarmanneskja. Að vísu var afi minn skátaforingi og mamma mín var landsins yngsti skáti (eða ljósálfur) einusinni. En jæja, ég fór semsagt að Gufuskálum í skólaferðalag og þar fórum við í ýmsa leiki, kassaklifur, óvissuferð, bjargsig og margt fleira. Ég er mjög svo lofthrædd svo að ég sleppti kassaklifrinu en harkaði þó af mér þegar kom að því að við áttum að fara í bjargsig, en var samt drulluhrædd. Ég vil þakka umsjónarmönnunum fyrir að hafa staðið sig rosalega vel og verið rosalega skemmtilegir. Þetta var rosalega lærdómsrík ferð og meðal þess sem við lærðum var að binda sárabindi um sár og nokkra hnúta. (gott að kunna eitthvað fleira en krosshnút)

Ég mæli með því að fara að Gufuskálum fyrir alla. Skáta og annað fólk.