Hæ hæ, mig langar dálítið til að segja ykkur frá Skátastarfinu á Selfossi. Félagið heitir Fossbúar og í því eru starfrækir eitthvað að fólki ;) Við tökum inn börn þegar þau eru 9 ára (4 bekkur) og þá taka við tvö ár í ylfingadeildini okkar sem er svaka skemmtileg!

Þegar maður hefur náð tilsettum aldri vígjist maður. Við vígjum nýja skáta sumardaginn fyrsta :) þá fara 3 skemmtileg ár sem skáti! Þegar þú verður 14 ára (9 bekkur) þá verður hálf-drættingur og ferð í skátaflokkinn Víkingar. Og árið eftir það geristu foringi!

Á hverju ári er farið í félagsútilegu upp á úlfljótsvatn og gert margt skemmtilegt! Jólafundur er haldin rétt fyrir jólin og gleðjast allir saman ;) 22. febrúar afmlisdag Baden Powell höldum við sameiginlega kvöldvöku með Strók, Hveragerði (sem er nú stjórnað af foringjum frá Fossbúum) og svo er farið í sveitarútilegu með skátana iðulega um vorið.

Margt annað er brallað í skátafélaginu Fossbúum og er þetta æðislegt félag og vil benda á heimasíðunna www.fossbuar.is það er verið að laga hana í augnablikinu en hægt er að skoða myndir þar frá Landsmóti skáta 2003/ Álfar og tröll :)

kv. Villingur
Bleika Gúmmítúttu-gengið
Aztekar
Fossbúum