Ríbósóm, frumukjarni (kjarnakorn), hvatberi, deilikorn, leysibóla, safabóla, hrjúft frymisnet, frymishimna, korn.

Ríbósóm: Í öllum frumum er örsmá korn sem kallast netkorn eða ríbósóm. Aðeins um 20-30 nanómetrar og ósýnilg nema í rafeindasmásjá. Þau eru prótínsmiðja frumunnar. Í þeim er amínósýrum raðað saman í prótín.

Frumukjarni: Frumukjarninn er stjórnstöð eða gagnabanki frumunnar. Hann geymir genin eða erfðavísana, einskonar forrit með vitneskju um allt það sem lífveran tekur að erfðum. Inni í kjarnanum eru allir litningar frumunnar staðsettir. Inni í kjarnanum er líka kjarnakorn, sem tekur þátt í myndun netkorna.

Hvatberi: Í langflestum kjarnafrumum eru margir aflangir belgir sem heita hvatberar. Lagaðir eins og pylsur eða stafir. Einn til nokkrir míkrómetrar að lengd. Um hvatbera liggja tvær frymishimnur. Innri himnan er alsett fellingum sem ganga inn í hvatberann. Bruninn í frumunum fer fram í hvatberunum (öndun). Við brunann sundrar hvatberinn fæðuefnum. Bruninn í hvatberunum er hins vegar hægur og tempraður og fer fram við lágan hita en losar mikla orka losnar í stórum stökkum.

Deilikorn: Nálægt kjarnanum í dýrsfrumu er tvískipt deilikorn og ganga út frá því holir prótínþræðir, geislar. Deilikorn taka þátt í skiptingu kjarnans.

Leysibóla: Hlutverk leysibóla er að eyða aðskotaefnum. Þær innihalda ensím sem sundra ýmsum efnum. Þeim hefur verið líst sem meltingarkerfi frumanna. Það kemur fyrir að þær eyðileggi heilar frumur sem eru að einhverjum hluta óþarfar. Af þessum sökum hafa þær líka fengið nafnið ,,Sjálfsvígsbelgir”.

Korn: Fastefni eru geymd í frumum í kornum. T.d. mætti þar nefna kristalla af fjöslykrum sem eru forðanæring í frumum plantna (mjölvi) og dýra (glýkógen)