Hvað er eiginlega í gangi? Það mætti halda að stór hluti íslenzkra skáta eigi í einhvers konar óskiljanlegri ímyndarkreppu. Hvers vegna er spurt í annarri hverri könnun: Er cool að vera skáti, er ekki cool að vera skáti, eru skátar nördar, eru skátar ekki nördar bla bla bla. Eru hér bara eintómar kellingar með komplexa. Ef menn eru í skátastarfi á annað borð þá hlýtur þeim að finnast það “cool” annars væru þeir ekki í skátastarfi. Mér finnst golf t.a.m. “uncool” enda stunda ég ekki golf og FYRIRLÍT golf. Sama má segja um æskulýðsstarf KFUM sem er eitthvað það leiðinlegasta æskulýðsstarf sem ég hef prófað. Ég veit ekkert jafn“cool” og að vera í skátunum og þess vegna er ég í skátunum PUNKTUR :-D