ágæti lesandi, nú síðustu misseri hafa risið upp deilur um hvernig skátabúningurinn á að vera.

Einhverjum finnst hann fínn eins og hann er og get ég alveg tekið undir það. Hann er sérlega fallegur svona himinblár og áberandi ljós á litinn.
Hitt er annað mál að hann er mjög skítsæll, og ó praktískur, ég sakna brúnu skyrtunnar (þessarar klassísku).

Nú eru uppi háværar raddir hjá BÍS um að breytinga sé þörf á búningnum!!! Til hvers?….. jú bara til að breyta.

Þetta er auðvitað engin ástæða, að breyta bara breytinganna vegna.
Hver er þín skoðun?

Kv. Diesellinn