Varðandi könnunina þá vill ég taka það fram að það er munur á kynþáttahatri og fordómum.
Kynþáttahatur er þegar hatur beinist að ákveðnum kynþætti, td. vegna litarhafts. Fordómar er þegar fólk gerir sér ákveðna hugmynd um fólk eða hluti án þess að þekkja það, þeas. dæmir á undan. Á þessu er þónokkur munur.

Ég vona sem gamall skáti að við teljumst ekki sem sér kynþáttur. Hins vegar er ég viss um að við erum fórnarlömb fordóma enda halda flestir að ég hafi ekki gert neitt annað í skátunum en að binda hnúta og syngja leiðinleg skátalög. Það er vitleysa. Ég batt lítið af hnútum, kann ekki nema 2-3, og það voru skemmtileg lög sem ég söng enda óþarfi að pína sig með leiðindum :p