Ds.gangan

Það var föstudaginn 5. apríl eftir að skóla lauk að þrjár ofurhetjur úr Klakki lögðu af stað suður á tveimur bílum til þess að taka þátt í ds.göngunni svokölluðu. Eftir að hafa verið með óhemjum lengi að pakka í miklu flýti þó, var lagt af stað, en við komumst ekki langt því að við bæjarmörkin uppgötvaði Fjóllarinn að hann hefði gleymt einhverju og þá máttum við snúa við og sækja það, en okkur tókst þó að leggja endanlega af stað, rétt fyrir kl. 4. Það er þó að segja annar af tveimur bílum, við fyrir norðan erum svo feit að við þurfum tvo bíla undir 3 einstaklinga. Síðan er ekki mikið meira af suðurakstrinum að segja, annað en það að ég var stoppaður fyrir of hraðan akstur í Húnavatnssýslunni og svo rúntuðum við á fyrri bílnum ansi skemmtilega um Borgarnes meðan að við biðum eftir seinni bílnum. Svo komum við til Reykjavíkur. Það fyrsta sem skeði þar var það að í okkur var hringt, það var sunnlendingur sem í okkur hringdi og hafði greyið það einmitt gleymt sjúkrapakkanum sínum og máttum við sækja hann, við lögðum síðan öðrum bílnum til geymslu fyrir utan landnemaheimilið og ætluðum síðan að fara í Dalakot. En af einhverri dularfullri ástæðu þá rötuðum við ekki. Við hringdum allt að 5 sinnum í Sigga Tomma en á endanum þá kom þetta, við keyrðum upp á Hellisheiðina og í átt að Dalakoti. Á leiðinni lendum við síðan í þessari helv. sunnlendingaþoku og ekki nóg með það heldur kom eitthvað djöf. fífl á econline á eftir okkur sem kunni ekki að keyra og datt á einhvern hátt í hug að 90 km/klst væri skynsamlegur hraði í svartaþoku, nema hvað að hann kunni ekki að taka fram úr og í stað þess að taka fram úr þá fór hann að blikka okkur á fullu með kösturunum, síðan tekur hann fram úr okkur á endanum og þá tók ég mig til og blikkaði fíflið, þar sem að hann var á econline og ég á SAAB 9000 þá vissi ég vel að það hefði engin áhrif þótt ég blikkaði hann en þá tók hann sig til og tók að blikka okkur með afturkösturunum það. Svo segja sumir að jeppamenn SÉU ekki hálfvitar. Jæja skv. þeim upplýsingum sem við höfðum þá átti Dalakot að vera á móti skíðaskálanum þarna, og þar sem að við sáum ekki afleggjarann á MÓTI afleggjaranum að skíðaskálanum þá keyrðum við að skíðaskálanum og forum að leita að Dalakoti þar. Við fundum síðan Dalakot á endanum og vorum komin þangað kl. 23, þess til gamans má geta að innskráning í keppnina var á milli 18-22. Þegar í Dalakot var komið þá tókum við til að merkja einhverja punkta inn á kort og skrifa niður leiðarlýsingu o.s.frv. Það er kannski best að segja frá því að við áttum víst að fá allt í tvíriti, þ.e.a.s. öll gögn og svoleiðis og áttu stjórnendurnir síðan að fá afrit af öllu, ferðalýsingu, leið, búnaði o.s.frv. En vegna einhvurra mistaka þá fengum við allt í einriti og gerðum eins og okkur var sagt,:” skrifið niður leiðina og merkið inn á kortið bla og bla og bla og látið okkur síðan fá það”. Þegar að við loksins vorum búin að þessu var klukkan að nálgast 2 eða 4, jæja ég man það ekki, það eina sem ég man var það að við fengum rúmlega tveggja tíma svefn.
Daginn eftir, eða eiginlega rúmlega 2 tímum seinna þá vöknuðum við og forum að drullast til að taka okkur til nema að ég var svo latur að við vorum ekki tilbúin fyrr en að verða 7, það skipti reyndar engu máli vegna þess að við póstarnir opnuðu ekki fyrr en kl. 8 og næsti póstur var í minna en 500 metra fjarlægð, hinsvegar þegar að við vorum komin á fyrsta póst 10 mín fyrir 7 þá var okkur tilkynnt að það væri þegar einn hópur búinn að vera á þessum pósti, HA? Ég sem hélt að þeir opnuðu ekki fyrr en kl. 8, skítt með það gildir einu við lukum póstinn löbbuðum yfir FELLIÐ og gengum í átt að næsta pósti, síðan til að gera langa sögu stutta þá gerðist ekkert markvert að ráði nema það að einhvern veginn var næsti póstur ekki þar sem að hann átti að vera en Kolli benti okkur þá bara á næsta póst, allt í fínu þar. Sá var staðsettur hjá uppgjafa skíðalyftum og fjallaði um skyndihjálp og var hluti af því fólginn í því að bera mann/konu á börum, okkur var sagt að við mættum nota hvað eina sem við vildum og forum við þá bara bakvið skúrinn og fundum þar forláta stiga. Við fréttum það síðar að stiginn hefði verið falinn. Gerum söguna síðan enn styttri, forum af skíðasvæðinu í átt að Þrym/Þrist( man ekkert hvað skálinn heitir), hittum reyndar Sigga Tomma á leiðinni og benti hann okkur á styttri leið, og svo komum við í skálann( hvítur með rauðu þaki) og gerðum verkefni, borðuðum og forum í næsta póst, sem var uppi á einhverju Satans fjalli. Á þeim pósti kom fyrst í ljós að við vorum illa stödd vegna misskilningsins sem hafði átt sér stað kvöldið áður, vegna þess að okkur vantaði öll skriffæri, en við dóum ekki ráðalaus. Hver er ekki með GSM á gervihnattaöld dreginn var upp GSM sími og veðurspá á dönsku rituð. Á leiðinni niður af fjallinu lentum ég í vandræðum með skíðabindinguna mína, (ég er með hefðbundna 75 mm bindingu og hún og skórinn tóku sig til og rifu skóinn þannig að hann hélst ekki í bindinunni) þetta tafði okkur nokkuð, auk þess sem Gretar var með laskað eftir Íshækið. Við áttuðum okkur síðan á því, okkur til mikils ama að það var á þarna við vorum 10 mín að leita að grunnu vaði en fundum ekkert og ákváðum því bara að fara beint yfir, við urðum reyndar rennandi blaut en okkur var alveg sama. Við gengum síðan í þá stefnu sem að næsti póstur var á miðað við kortið, nema hvað að kortið sem að við höfðum teiknað var vitlaust. Þegar að við áttuðum okkur á þvi að pósturinn var ekki nálægt tókum við upp kortið og forum að skoða það, síðan ætluðum við að fá okkur nasl, þá beit ég í kortið vegna þess að ég þurfti að komast í vasann eða eitthvað og þurfti báðar hendur friar( man reynar að ég hugsaði: vona að ég missi ekki kortið) í þeirri svipan þá kom vindkviða sem feykti kortinu í burtu en ekki nema nokkra metra. Ég og Grétar brugðumst við eins og óðir værum “NÁUM KORTINU”, kortið lá bara þarna á jörðinni og hreyfðist ekkert og Grétar náði að komast alveg að því og var að beygja sig niður, en þá fauk það í burtu. Við tveir eltum kortið heillengi en misstum af því. Við fundum reyndar póstinn sem að við vorum að leita að en það skipti engu vegna þess að við vorum búin að týna kortinu. Við héldum því til baka að ná í Fjóllarann og bakpokann minn ( sem að ég hafði tekið af mér), fórum síðan aftur upp að póstinum og fundum þar BEYGLURNAR, meðan að við vorum þar komu Nissan Patrolarnir með stjórnendurnar innanborðs og þeir létu okkur fá nýtt kort, án allra punkta reyndar en það var betra en ekkert. Við ákváðum síðan vegna leiðinlegra veðurs að halda bara í skála, en við höfðum ætlað að gista í Reykjadal, við náðum síðan beyglunum og eltum þau, eða þau okkur vegna þess að þau höfðu enga meiri þekkingu á svæðinu en við. Við vorum síðan heillengi að finna skálann, hringdum nokkur símtöl en þetta kom á endanum og þegar þangað kom var fátt að gera. Þess vegna forum við Grétar bara að sofa ( þið kannski munið að við höfðum sofið rúma 2 tíma) en Fjóllarinn ekki. Fjóllarinn var því alveg snarbrjálaður yfir því að við værum alltaf sofandi og gerðum ekki neitt. Síðan þegar að ég hafði sofið í smástund var ég vakinn í mat og síðan var skellt framan í mig verkefni. Þetta var skriflegt verkefni og þar sem að ég og Grétar vorum svo latir og þreyttir fór það þannig að við lásum fyrir og Fjóllarinn skrifaði. Hins vegar litu þeir stjórnendur sem í skála voru, þannig á það að Fjóllarinn hefði gert allt og því fengum við – stig. Ég vil bara árétta það ef að einhver viðkomandi stjórnenda les þetta þá er það RANGT, jafnréttis var gætt hvívetna, enda Fjóllarinn ekki þesslegur að láta vaða yfir sig með slíku ójafnrétti. Svefn svefn svefn og svefn.
Daginn eftir vöknuðum við kl. 7 og forum að taka okkur til og vorum tilbúin rétt fyrir 8 og lögðum þá af stað, nema það að eitthvað var öðruvísi en daginn áður, það var allt í lit m.ö.o. snjórinn var farinn. Það var nú gott, sérstaklega þar sem að við vorum á skíðum. Jæja við löbbuðum eitthvað áleiðis niður Reykjadalinn og síðan upp úr honum og áleiðis að næsta pósti sem var bara dauðans langt í burtu ef að ég man rétt. En sunnudagurinn er nú vart í frásögur færandi vegna þess að það eina sem við gerðum þann dag var að labba í Dalakot, náðum held ég að fara í 4 pósta fyrir lokun og löbbuðum síðan í 3 tíma í Dalakot, þegar að við komum þangað, voru allir nema einn hópur kominn. Við forum því bara að laga til og pakka og troða draslinu í bílinn og vorum bara tilbúinn til brottfarar þegar að göngunni var slitið. En eins og flestir vita þá urðum við ekki sigurvegararnir heldur BEYGLURNAR.
Þetta var hinsvegar hin mesta skemmtun og ætla ég tvímælalaust aftur í vor ef að ég hef tök á að fara. Hinsvegar var margt í þessu sem betur hefði matt fara. T.d. var svolítið skipulagsleysi á föstudagskvöldinu meðal stjórnenda, sífelldar breytingar á hinu og þessu. Auk þess vil ég gagnrýna – stigin sem okkur voru gefin. Til að geta gefið hópi minusstig fyrir að láta eina manneskju gera allt , þá þarf viðkomandi að þekkja eitthvað til hópsins. Stjórnandinn þessi gerði það ekki og því er hægt að réttlæta mínusstigin. Annars var þetta eins og ég sagði hin mesta skemmtun og góð lífsreynsla og ég hvet alla til þess að fara í næstu ds.göngu