Smiðjudagar 2011

JOTA (Jamboree On The Air) og JOTI (Jamboree On The Internet) er árlegur viðburður þar sem
u.þ.b. 500.000 skátar hvaðanæva að úr heiminum eiga samskipti sín á milli með aðstoð
fjarskiptatækja og yfir Internetið. Á þessu skátamóti skiptist ungt fólk á reynslusögum, deilir með
sér hugmyndum og eflir bræðralag og þekkingu á mismunandi menningu hvers annars.

Á Íslandi hefur verið haldið skátamót í kring um þetta alþjóðlega mót. Hefur það verið nefnt
Smiðjudagar og er víðamikil dagskrá í boði hverju sinni sem miðar að því að gefa þátttakendum
kost á að glíma við fjölbreytt verkefni samhliða þátttöku í JOTA og JOTI.
Sem dæmi um smiðjur eða “öpp” eins og við munum kalla það núna í ár, má nefna slysaförðun, þórshamragerð, JOTI, brjóstsykursgerð og margt fleira.
Í ár verða Smiðjudagar haldnir í Borgarnesi dagana 14.-16. október og munu um 120 krakkar á
aldrinum 14-20 ára taka þátt.

Hægt er að fylgjast með þróun mála á vefsíðu Miðjuhópsins www.smidjudagar.com en þar verða
þegar nær dregur allar nauðsynlegar upplýsingar færðar inn.

Miðjuhópurinn fer með skipulagningu Smiðjudaga 2011 en Miðjuhópinn skipa foringjar sem hafa
áralanga reynslu í skipulagningu og utanumhaldi hverskonar. Í ár er í þriðja skiptið sem
Miðjuhópurinn sér um mótið en 2008 tók hann við af Smiðjuhópnum sem séð hafði um skipulagn-
ingu Smiðjudaga frá upphafi.

Hvað: Smiðjudagar 2011

Hvar: Borgarnesi

Hvenær: Helgina 14. – 16. október 2011

Hverjir: Fyrir alla skáta 14 ára og eldri. (Fæddir 1997 og fyrr)

Verð: 4500 kr.

Rúta:2000 kr.

Skráning er á http://www.smidjudagar.com
- Á huga frá 6. október 2000