Jæja kæru skátasystkin!

Við í kynningarmálanefnd Viðeyjarmóts 2010 ákváðum að hrista aðeins upp í hlutunum þetta árið.
Við ákváðum því að halda lagasamkeppni um mótslagið í ár.
Allir geta tekið þátt, einstaklingar eða hópar með því að senda okkur póst á videyjarmot@gmail.com
Þar þarf að koma fram texti lags og hvaða lag eigi að syngja hann við, en ef lagið er frumsamið þarf að senda okkur hljóðskrá.

Öll lögin fara svo fyrir dómnefnd sem er ekki enn ákveðin og eitt lag verður valið sem mótslagið.
VIð hvetjum ykkur öll til að taka þátt og hjálpa okkur að gera gott mót betra!

Með skátakveðju,
Fríða Björk,
Kynningarmálstjóri Viðeyjarmóts 2010.
Fríða Björk hefur skrifað.