Ávallt viðbúin? Kjörorð skáta ætti að vera lang flestum þeim sem lesa þetta hugfast og hefur ávalt verið sagt og kennt að kjörorð skáta sé “ávallt viðbúin”. Þetta kæru lesendur er ekki rétt! Hið rétta kjörorð skáta er “vertu viðbúin!” Ég veit að það er erfitt fyrir marga að sætta sig við þetta en hugsið aðeins, hvert er kjörorð skáta á ensku? er það always “prepared?” Nei það er “be prepared”. En núna hugsið þið kannski “kommon við segjum alltaf ávalt viðbúin” já en afhverju? jú vegna þess að í eina skiptið sem íslenskir skátar nota skátaheitð er þegar þeir svara foringja ("skátar verið viðbúnir, ávalt viðbúnir). Ég vona að þið hafið einhverja skoðun á þessu því þetta er fyrir mér frekar mikið mál, sérstaklega fyrir ykkur foringjana sem eruð að lesa þetta og farið svo og kennið skátunum ykkar einhverja vitleysu bara af því að þið lærðuð hana svoleiðis….

kv. Leynimaðurinn sem elskar bara eitt skátafélag, og það endar á -a