Greinakeppni - Sumardagurinn fyrsti hjá Landnemum Það er árla morguns þann 23. apríl. Snjórinn fellur úr loftinu er Íslendingar halda upp á sumardaginn fyrsta. Klukkan er 7 og ráðvilltur skáti er hringjandi út um allan bæ til að reyna að redda veseni sem skapast hafði í kringum hverfishátíðina. Í hinum enda bæjarins vaknar gamall félagsforingji, rís úr rúmi sínu, klæðir sig í fötin, grípur myndavél og lensu er hann leggur af stað.

Í ár tóku Landnemar að vana þátt í göngu SSR og kepptu um að verja titilin frá því í fyrra. Hins vegar var slappari mæting en í fyrra kanski aðalega vegna þess að við slepptum gistikvöldi í heimilinu í ár og margir gleymdu þessu alveg. Hins vegar mættu þarna þrælsprækir fálkaskátar undir forystu Önnu, Freyju og Mása og gengu þau upp að Hallgrímskirkju og voru félaginu til sóma og unnu meira að segja bikar. Arnlaugur stóð þar hjá og tók myndir í gríð og erg.

Landnemar tóku sig til og vöknuðu þrír um 7 leitið að morgni til og dröttuðust upp í Háuhlíð 9 á gamla fimm manna Toyota Lancernum með það fyrir stafni að ná í Tjaldið sem setja átti á Miklatúni. Gekk þetta nánast tafarlaust fyrir sig og voru drengirnir komnir með allan búnaðin á Miklatún og byrjaðir að reista tjaldið um hálf tíu leitið með hjálp tveggja sem slógust með í hópin í viðbót.

Þar var sett upp tjald í samstarfi við ÍTR og Unicef og komu hljómsveitir úr félagsmiðstöðinni Kampi á svið þar og spiluðu væra tóna fyrir fólkið sem var þar saman komið. Þrátt fyrir leiðinlegt veður þá var fjölment á Miklatúni og þótti fólki alls ekki verra að þarna voru seldar pylsur á vegum Landnema. Gekk hátíðin mjög vel fyrir sig og fór fólk að týnast heim um 5 leitið og var búið að fella tjaldið um 6 og tók þá fyrst að rigna.

Síðan skelltu Landnemar sér í sund og fjölmennuðu síðan í Nauthólmsvíkina þar sem skemmtunin hélt áfram fram á kvöld.

Vissuð þið að Ísland er eina þjóðin sem þarf að láta minna sig á það árlega að það sé komið sumar…..