Sælir skátar

Sumardagurinn fyrsti hjá Skjöldungum byrjar yfirleitt á síðasta vetrardegi sem að þessu sinni var miðvikudagurinn 22. apríl. Skátarnir mæta rétt upp í kvöldmat og hefjast gönguæfingar strax. Við takturinn, lögin og hrópin eru æfð og stemmingin gerð gríðarleg (og nágrannarnir verða brjálaðir). Eftir vel heppnaða gönguæfingu er spóla sett í tækið (já eða DVD diskur) og skátarnir horfa á myndina og svo er gist í skátaheimilinu. Mikið er lagt upp úr því að sátarnir fari sem fyrst að sofa til að vera hressir og kátir þegr kemur að SSR göngunni frá Arnarhóli upp að Hallgrímskirkju. Við sveitarforingjarnir leggjum mikla áherslu á það að skátarnir leggi metnað sinn í þetta og hafi sig alla við að halda heiðri félagsins.

Þegar við vöknum um á sumardeginum fyrsta bíður skátafélgaið upp á morgunmat því mikilvægt er að vera vel nærður þegar farið er í slíka göngu. Í gamla daga (fyrir svona 5 árum) tókum við strætó niður í bæ, en vegna þess að strætó byrjar ekki að ganga fyr en klukkan 10 hefði verið of seint fyrir okkur að taka hann. En Skátasamband Reykjavíkur sá við þessu og leigði rútu fyrir skátafélögin í Reykjavík til þess að getað mætt í gönguna. Drekaskátarnir fengu ekki að gista en þeir voru mættir nógu snemma til að ná rútunni og svo var lagt í hann. Liðsandinn var mikill hjá Skjöldungum og allir til í að vinna þennan bikar. Svo gengum við og sungum “Síminn í skátaheimilinu” og höfðum gaman. Gangan endar svo á skátamessu í Hallgrímskirkju sem vð auðvitað mættum á.

Eftir messu tókum við svo rútu aftur heim og þá tók við hverfishátíð í félagsmiðstöðinni í hverfinu, Þróttheimum. Þar vorum við með til sölu kandíflos, ískrap, nammi og kók. Allur ágóði af sölunni rann svo í ferðasjóð dróttskátanna sem eru á leið til Noregs í sumar. Þrátt fyrir hálf leiðinlegt veður gekk salan alveg ágætlega og allir voru ánægðir með daginn.

Talandi um það, þá unnu Skjöldungar gönguverðlaun SSR og afhentu harðasta keppinaut okkar, Landnemum göngubikar Skjöldunga!

Með skátakveðju
Eygló Höskuldsdóttir Viborg
Sveitarforingi í Skjöldungum
Fyrirgefðu, vinnur þú hér?