Sumardagurinn fyrsti hjá okkur á Ísafirði byrjar alltaf daginn fyrir sumardaginn fyrsta. Þar mæta kátar í æfinga messu fyrir messuna þar sem ákveðið er hverjir lesa hverjir ganga inn í kirkju með kerti og svo framvegis. Eftir það er haldið niðrí skátaheimili þar sem að “gist” er yfir nóttina. Pöntuð er pizza og gert bara það sem fólki dettur í hug alla nóttina. Mjög mikið er þó gert af flösku stríði en lítið var þó um það þetta árið, reynt er að troða bekk upp eitthvern stiga en það virkar voða illa þar sem að bekkurinn er allt of stór fyrir stigan en haft er gaman af því að reyna.
Um 9 leitið er svo höfð tiltekt við litlar undirtektir en allt var orðið svona nokkuð hreint um hálf tíu:) Þegar Drekaskátarnir komu voru þeim sem að ekki voru enn komnir með búning lánaður einn slíkur og eldri skátar fóru að gera sig til fyrir myndartöku og skrúðgöngu upp í kirkju.

Í ár var skíta veður úti slidda, ískalt og geðveikur vindur svo að lítið var um undirtektir bæjarbúa þetta árið en þó létu nokkrar hræður sjá sig.
Gengið var upp í kirkju þar sem að settin var messa. Yfirleitt sofna einn eða tveir skátar í þessum messum en þetta árið náðu allir að halda sér vel vakandi.
Eftir messuna var haldið út aftur í hið fallega veður sem að við ísfirðingar fengum þetta árið og stillt var upp röðina fyrir utan kirkjuna, gengið var upp að sjúkrahúsi og tekinn hringur þar, haldið var svo niðrí bæ og endað fyrirframan landsbankann þar sem að myndaður var hringur utan um fánabera og sungið tengjum fastar með miklum undirtökum eldri skáta og annarra bæjarbúa.
Eftir þessa atöfn var slegið á léttari strengi og skátarnir hlupu inní skátaheimili þar sem að boðið var upp á vel heitt og mjög bragðgott kakó og kringlur í meðlætti, skátum og þeim bæjarbúum sem að mættu til mikillar gleði.
Eftir þetta héldu þreyttir en glaðir skátar heim á leið og allir hinir einnig.

Ég þakka fyrir góðan fyrsta dag sumars en vona þó að næsti muni bera með sér betra veður.