Já þetta var nú aldeilis skemmtileg helgi!
Hún byrjaði á því að ég mætti uppá BÍS og komst að því að ég var ekki með nógu mikinn pening fyrir öll mótinu og rútunni þannig að þegar ég var búin að suða í Óskari í smá stund fékk ég samt að fara þá að það vantaði 1000 kall.
Fór útí rútu með Gústa frá Akranesi og við ákváðum það að við værum eina skemmtilega fólkið í rútunni, kláruðum nammið hans og horfðum á Finding Nemo alla leiðina til Selfoss.

Þegar á Selfoss var komið hrúgaði fólk sér í herbergin og fór svo að kanna félagsmiðstöðina sem var að flestra mati alveg osom to the max! Við vorum með 2 poolborð, eitt þythokkíborð og fótoltaspil og leikjatölvur. Það skilaði sér líka í harðsperrum fyrir marga eftir helgina, ekki tölvurnar samt. Þegar fólk hafði komið sér fyrir fórum við í sund sem var hin mesta skemmtun. Við gerðum hinar ýmsu útgáfur af hringiðum, fórum 84 í einn heitan pott, fórum í gufuna og ostinn og dönsuðum við tónlist. Ég endaði svo kvöldið þar á því að syngja skátanörd með hvað 14 strákum í heitum potti, ekki ónýtt það! Kvöldið var svo nýtt í þythokkí, pool og almennan pirring á fólki sem var með læti.
Gaman að segja frá því að ég vaknaði um nóttina við það að ákveðnir aðilar voru að stynja uppúr svefni og einhver hélt að eitthvað kynferðislegt væri í gangi og lét vita hátt og snjallt að hann væri sko EKKI sofnaður!

Morguninn eftir var drattast á lappir uppúr 10 og farið út í bakarí í fljúgandi hálku. Þar keypti ég ritskoðaða útgáfu af Djöflatertu, nefnilega Englaköku sem er alveg eins fyrir utan nafnið. Draugasetrið var heimsótt og allir skemmtu sér vel og síðan var Íslandssafnið skoðað. Það var mjög flott og þá sérstaklega hellirinn og klakarnir. Eftir það pirruðum við afgreiðslupjakkinn í búðinni með því að máta allt og misþyrma gínum. Við vorum svo rekin út í myndatöku sem tókst vonandi með eindæmum vel og allir fór sáttir aftur með rútunni, nema Mási því allir beiluðu á því að beila á 1. rútuferðinni með honum.

Þá opnuðu smiðjurnar en samt hélt fólk áfram í pool og þythokkí. Yngvi og Kelti ákváðu að myrða alla með pökknum og Mási var krýndur þythokkí nörd. (vill ekki gera honum það til geðs að kalla hann meistara!) Ég ákvað að fara á irc-ið fyrst að ég var nú á annaðborð komin á Jota/Joti og fann bara einhverja 12-14 ára litla stráka (og stelpur) til að tala við! Ég var frekar svekkt og Ásgeir kallaði mig barnaperra. En hvað með það.

Ég þurfti svo að fara heim um hálf átta og fékk far með Jólasveininum úr Garðbúum sem ég man ekki hvað heitir. Hann var svo almennilegur að passa það að mér væri sko ekki kalt í bílnum á leiðinni heim og stillti miðstöðina í botn á heitasta blæstri sem ég hef nokkurn tíma fundið. Ég var því rjóð og heit þegar ég kom loks heim eftir að hafa keyrt á 70-80 km hraða alla leiðina.

Takk kærlega fyrir mig, þetta var frábært mót!
Fríða Björk hefur skrifað.