Fyrir hverja?
Samanmótið er fyrir skáta og unglinga sem starfa með björgunarsveitum og eru á
rekkaskátaaldri. Það er því samstarfsverkefni skátafélaga og björgunarsveita.
Athugið að með hverjum hópi þarf að koma foringi sem ber ábyrgð á hópnum.

Gisting og matur
Gist verður í skálanum í Básum. Matur verður á vegum mótsins á laugardagskvöldið, annan
mat þurfa þátttakendur að koma með sjálfir.

Verð
Það kostar 7000 kr.(birt án ábyrgðar) á mann og innifalið í því er gisting, ferðir og sameiginlegur matur á
laugardagskvöldi.

Skráning
Búið er að opna fyrir skráningu á heimasíðu BÍS. Einfaldast er að smella á SAMAN á
dagatalinu hægra megin á síðunni.

Staðfestingargjald
Við skráningu þarf að greiða staðfestingargjald sem er 1500 krónur. Það á að leggja inn á
reikning: 1185-26-640, kennitala: 4401692879.

Brottför
Farið verður frá Kópaheimilinu, Digranesvegi 79, föstudaginn 5. sept kl.18:00

Nú er það bara að drífa sig að skrá sig ef þú ert ekki þegar búinn að því - eins og staðan var í dag, mánudag, voru ekki nema 20 skátar skráðir og er það langt undir væntingum!

Sjáumst hress í Þórsmörk um helgina!!
- Á huga frá 6. október 2000