Útilífshelgi dróttskátaflokka verður haldin á Úlfljótsvatni helgina 11.-13. apríl 2008.
Ef að þú ert dróttskáti þá ætlar þú að taka þátt!
Ef að þú ert rekkaskáti, fæddur '91 eða fyrr, þá ætlar þú að hjálpa til!
Keppendur eiga að vera 4-8 í flokki og skráir sveitarforingi hvern flokk. Skráning fer fram á netinu á www.skatar.is/utilifshelgi eða senda póst á utilifshelgi@skatar.is
Starfsmenn geta skráð sig með því að senda póst á fridan5@hotmail.com
Við þurfum eins marga til að hjálpa og við getum svo allir sem eru lausir þessa helgi, endilega hafið samband.
Þátttökugjald fyrir keppendur er 5.500 kr en innifalið í því er gisting, dagskrá, hádegis- og kvöldmatur á laugardeginum og kvöldkaffi bæði kvöldin.

Við hvetjum alla til að skrá sig því þetta verður ÆÐISLEGT!!
Fríða Björk hefur skrifað.