Já ferðin hófst er fimm gallvaskir skátar hófu ferð sína upp í Hliðru hjá Hafravatni. Þetta mót átti að vera tileinkað pókerspili og voru dagskráliðirnir eins margir og þeir voru mismunandi þar má nefna: póker, póker, tvöfaldan pókar, póker upp á lofti, póker úti, póker inn á kamri og svo margt, margt fleira.

Hörður (Vífill) og Þorkell (Vífill) höfðu skipulagt allsvakalegt mót í Hliðru þetta var fyrsta mótið undir nafninu R.S. síðan nýja kerfið var tekið upp í öllum skátafélögum og því var búist við allnokkuð góðri mætingu. Mótsgjaldið var 1500kr og matur var þar innifalinn.

Dagur 1
Mætingin var allsvakaleg og þar sem fólkið var mikið verður einungis einblýnt á eftirfarandi skáta Þorkel(vífill), Hörð(vífill), Tomma Ken(vífill) og Atla og Sigurgeir (landnemar).
Hörður og Þorkell fóru upp í skálann með sitt dót í byrjun og kynduðu skálann og fóru svo aftur í bæinn á nýja bílnum hans Harðar (sem var nýbúinn að fá bílpróf) að sækja Atla og Sigurgeir. Þeir náðu í þá og skutluðu þeim upp í Hliðru. Þegar komið er upp í hliðru er klukkan 14:27 á einhverjum öðrum staðartíma en 23:30 hér heima.
Þá kom upp vesen því hann Tommi littli Ken vildi ekki koma strax því að hann var að hjálpa til á skólaballi og var einnig með sérþarfir. Hann vildi meina að Hörður ætti að koma í skólann og skutla honum þaðan heim til sín en Hörður vildi meina að Tommi ætti að labba heim og þar myndi hann vera sóktur. Þessu var Tommi ekki sammála og þetta vakti upp spurningar eins og “Eigum við að segja Tomma að við komum að sækja hann en sleppa því að ná í hann og setja mótið?”.
Tommi var sóktur klukkan 00:45 og hann var kominn upp í Hliðru klukkan 01:15. Hörður var að fara að vinna svo hann fór í háttinn og lofaði því að vekja okkur þegar hann færi í vinnuna því þá væri ræs. Mótið var svo sett með fánaathöfn og söng klukkan 02:00 um nótt.
Þorkell var skipaður dagskrástjóri, Sigurgeir kvöldvökustjóri og Tommi dagskrástjóri tvö sem skildi eftir einn þáttakanda á mótinu (þar sem að Hörður var gjaldkeri) og það var hann Atli. Þorkell las svo upp dagskrá næstu daga og sýndi okkur drykkjarvatnið. Sumir voru tregir til að trúa að þessi pollur væri drykkjarvatn og ákváðu að taka slönguna út og míga í vatnið. Þetta olli því að vatnið var ónothæft og var ákveðið að fara í Hafravatn að ná í vatn til að búa til kakó.
Næst var slökkt á kyndingunni og skátarnir klöngruðust ofan í svefnpokana og fóru að sofa og undirbúa sig fyrir nýann dag.

Dagur 2
Ræs var klukkan sjö en Hörður hafði vaknað um svipað leiti og farið í vinnuna. Atli, Sigurgeir og Tómas vöknuðu hins vegar eitt og Þorkell tilkynnti þeim að þeir hefðu misst af hafragraut og Þorkell sagðist einnig hafa farið með hina krakkana í dagskrá.
Auðvitað voru strákarnir leiðir að heyra þetta en hughreystu sig við það að þeir gátu nú vaknað og borðað pasta. Þeir tóku vatnið sem var ætlað kakóinu og notuðu það til að elda pasta. Þegar pastað var tilbúið áttuðu þeir sig á því að þeir voru að borða eintómt illa eldað pasta og ákváðu að skera pylsur út í þetta. Eftir að klára skammt eitt áttuðu allir sig á því að þetta væri ekki nægur matur og ákváðu því að elda annan skammt.
Engum hefði tekist að kveikja á kyndingunni og Hörður var farinn og enginn gat gert neitt svo allir hrísluðust í pokana sína til að halda á sér hita.
Þarna er klukkan orðin svona 14:00 og við áttuðum okkur á því að hikið átti að vera 15:30 og ákváðum að gera okkur tilbúna en einn maðurinn þurfti að gera nr.2. Hann var mjög feiminn að gera það á almannafæri og vildi ekki nota kamarinn fyrir neðan skálann svo hann labbaði 10 mín. leið í burtu (seinna komumst við að því að það var klósett í skálanum með nógu miklu vatni í að sturta einu sinni).
Eftir að skátinn kom aftur endurnærður og nýr maður fórum við í efnafræðikennslu hjá Þorkeli en það kemur málinu lítið við annað en að það leiddi okkur niður á veg. Þar reyndum við að húkka för þar til allt í einu stoppaði lítill grænn jeppi á för sinni og tók Tomma og Atla upp í. Þegar hann lagði aftur á stað hlóp Þorkell á eftir þeim, bílinn stoppaði og hann steig upp í. Sigurgeiri fanst ekkert áhugavert við þetta þar til að hann áttaði sig á því að þeir voru allir í bílnum og hann einn eftir og hljóp á eftir bílnum og öskraði “EKKI SKILJA MIG EFTIR”.

Þar sem þetta er MJÖG löng ritgerð hef ég ákveðið að skipta henni í tvennt og skilja ykkur eftir hér og pósta seinni helminginn á ykkur allavega eftir helgi þegar Kotasæla er búinn. En þið getið hlakkað til og spurt sjálf ykkur á meðna þið bíðið.

Af hverju skyldu þeir Tomma Ken ekki eftir?

Hvað voru eiginlega margir í útilegunni?

Hvað gerist í kyndingarmálunum, kemur skálavörðurinn og bjargar þeim?

Verður Sigurgeir skilinn eftir?

Þessum spurningum verður öllum svarað eftir helgi.