Sitjandi hérna í sparifötunum að bíða eftir að fara í jólaboð þá langaði mig allt í einu svona líka svakalega til að skrifa svona eins og eitt stykki góða ferðasögu.

Þetta byrjaði allt saman föstudaginn 14. desember. Við ætluðum nokkur í árlega útilegu uppí Þrym en þegar þessi dagur rann upp kom það í ljós að heiðin var lokuð og fólki var ráðlagt að vera sem minnst á ferðinni þar að óþörfu. Við létum það ekki stöðva gleðina og ákváðum að gista bara í okkar yndislega skátaheimili. Þangað mættum við um hálf átta um kvöldið og þurftum nokkur að standa úti þangað til einhver mætti með lykla. Á endanum kom Snorri og opnaði fyrir okkur. Þegar inn kom hentum við frá okkur dótinu og fleira fólk kom eftir því sem leið á kvöldið.

Það kvöld gripum við í spil og spiluðum m.a. spil sem heitir Jungle speed. Það í raun gengur út á að vera með athyglina í lagi og ná í kefli. Það getur oft orðið ansi skrautlegt og margir lentu í áflogum yfir þessu kefli. Jonni spilaði mest brútal af öllum og lét hvorki borð né manneksjur stoppa sig en allir skemmtu sér þó vel. Seinna um kvöldið fórum við svo niður í herbergi og spiluðum Tekken og horfðum á Star Wars við litla hrifningu Huldu og Elísu sem sofnaði. Að lokum fórum við svo að sofa niðrí herbergi nema Jonni sem svaf uppi því hann þurfti að fara á fætur fyrir allar aldir til að fara á námskeið með Hjálparsveitinni.

Daginn eftir vöknuðum við við það að Baldur kom niður sagði okkur að fara á fætur því Snorri væri að koma og við ætluðum upp í Þrym sem fyrst. Við skelltum okkur því upp eftir á 2 bílum, Snorri, Grímur, ég, Hulda og Elísa í öðrum og svo Baldur, Eysteinn, Orri og Andrés í hinum. Uppfrá var svolítið af snjó og átti Snorri í pínu vandræðum því að fjórhjóladrifið var víst eitthvað laskað.

Jæja núna er kominn 7 janúar og þar sem að fyrri hlutinn var skrifaður 26. des ætti ég kannski að fara að klára þetta!

Þegar við komum í Þrym forum við bara í það að kynda og spjölluðum svo og spiluðum fram á kvöld. Þá bættust fleiri í hópinn, Elmar, Helga, Mási og Alli og við héldum okkar Liltu jól. Þar var mikið um góðar gjafir og ég gaf t.d. svona gervifiskabúr með gervifiskum sem er hægt að kveikja á og þá synda þeir um búrið.

Seint um kvöldið fékk ég svo far heim með Snorra sem þurfti svo að fara aftur uppeftir seinna um kvöldið til að losa Elmar sem hafði fest sig. Veit reyndar ekki hvernig það fór en takk fyrir frábæra helgi allir:D
Fríða Björk hefur skrifað.