Í kvöld munu skátar fagna Friðarljósinu og ljúka hátíðahöldum vegna 100 ára afmælis skátahreyfingarinnar með athöfn á Austurvelli.

Athöfnin hefst um kl. 19:30 með því að skátar koma sér fyrir á Austurvelli og kveikja á 100 kyndlum til merkis um 100 skátaár. Loginn á kyndlana kemur frá Friðarljosinu, en dreifing þess hefst einmitt þennan dag, fyrsta sunnudag í aðventu.

Athöfn á Austurvelli 2. des 2007

19:10 Skátar safnast saman við Landssímahúsið og fá úthlutað kyndlum og farið er yfir framkvæmd athafnarinnar.

19:35 100 skátar með kyndla hafa tekið sér stöðu í kringum styttu Jóns Sigurðssonar 96 mynda hring og 4 standa fyrir framan styttuna

19:35 2 skátar koma með Friðarljós og tendra á kyndlunum 4 sem síðan ganga hver að sinni hlið styttunnar og þaðan fram til skátanna í hringnum og tendra á einum kyndli hver og taka sér síðan stöðu í hringnum. Hver skáti í hringnum tendrar á kyndli vinstra megin við sig (réttsælis). Lúðrablástur

19:40 Skátar syngja Tendraðu lítið skátaljós

19:45 Ávarp skátahöfðingja

19:50 Athöfn á Austurvelli lýkur með því að skátar syngja Bræðralagssönginn og Kvöldsöng skáta og slökkva síðan á kyndlum sínum

19:55 2 skátar með logandi kyndla og 2 skátar með logandi Friðarljós (lugt) ganga ásamt stjórn BÍS, Landsgildisstjórn frá Austurvelli að Dómkirkjunni, Kyndilberar fara að kirkjutröppum, en Friðarljósberar inn í kirkjuna ásamt stjórnum alla leið inn að kór kirkjunnar, þar sem prestur kirkjunnar mun taka ljós af lugtinni og kveikja á kerti og sökkt er á lugtinni.

Öllum sem það vilja er velkomið að taka þátt í Aðventustund í Dómkirkjunni.
- Á huga frá 6. október 2000