Ef að maður spáir aðeins í þessu rómantíska kosningartímabili, sem eru jú mjög skiptar skoðanir á.

En ef við miðum þessu út frá skátaauga, þá viljum við að sjálfsögðu standa við skátalögin:
1. Skáti er hjálpsamur
2. Skáti er glaðvær
3. Skáti er traustur
4. Skáti er náttúruvinur
5. Skáti er tillitssamur
6. Skáti er heiðarlegur
7. Skáti er samvinnufús
8. Skáti er nýtinn
9. Skáti er réttsýnn
10. Skáti er sjálfstæður

Þar sem að ég hef nú dálítinn leyndan áhuga á pólitík þá hef ég verið að spá hvaða flokkur tilheyrir skátalögunum að mestu leyti.

Ef við tökum: Skáti er náttúruvinur sem dæmi. Þá sjáum við sem höfum kynnt okkur pólitíkina mismunandi stefnu hvers flokks.

Ath, þessi listi er ekki tæmandi, tók bara nokkur dæmi.

Íslandshreyfingin:
* verndun stranda, hafs, lífríkis sjávar og hafsbotns
* efla umhverfisvernd í þéttbýli
* skýra stefnu í loftlagsmálum
* náttúruauðlindir séu sameign þjóðarinnar og nýting þeirra sjálfbær

Samfylkingin:
* Tryggja friðun Skjálfandafljóts, Jökulánna í Skagafirði, Torfajökulssvæðisins, Kerlingarfjalla, Brennisteinsfjalla og Grændals
* Úthluta mengunarkvótum til stóriðju
* Efla þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi til að afstýra hættulegum loftslagsbreytingum og kynna um leið íslenska tækni til að nýta hreina orku.

Vinstri grænir:
* Sjálfbær nýting auðlinda
* Orkustefna og landvernd

Sjálfstæðisflokkurinn:
* herða viðurlög við hvers konar umhverfisspjöllum og leggur áherslu á nauðsyn skýrra viðurlagaákvæða í lögum.
* gera verndar- og nýtingaráætlun þar sem annars vegar eru skilgreind og talin upp þau svæði sem eru nýtileg til orkuframleiðslu án umtalsverðra umhverfisáhrifa og hins vegar svæði sem ber að vernda þar sem orkuvinnsla á þeim hefði neikvæð umhverfisáhrif.
* efla rannsóknir á sviði umhverfis- og auðlindamála enda eru öflugar rannsóknir forsenda skynsamlegrar og sjálfbærrar nýtingar á auðlindum lands og sjávar.

Framsóknarflokkurinn:
* Skynsamlega og sjálfbæra nýtingu á gæðum jarðar sem skaði ekki hagsmuni komandi kynslóða. Við teljum að allar innlendar náttúruauðlindir skuli óskorað lúta íslenskri stjórn.

Frjálslyndiflokkurinn:
Hef ekki miklar upplýsingar um umhverfismál þaðan, þeir eru ekki mikið að beita sér í þeim efnum. En í staðinn má taka sjávarútvegsmál:
* Fiskveiðar verði strax opnaðar fyrir nýliða með því að leyfa handfæraveiðar á eigin bátum allt að 30 tonn að stærð
* Veiðar og vinnsla verði aðskilin fjárhagslega og allur óunninn fiskur verði seldur á markaði

Þarna sjáiði pínu brot af því sem að þessir flokkar eru að bjóða, legg til að þið kynnið ykkur flokkana.

Hérna eru heimasíðurnar:
www.framsokn.is
www.islandahreyfingin.is
www.xf.is
www.samfylkingin.is
www.vg.is
www.xd.is

Hvað finnst ykkur svo passa best við skátalögin?

Kveðja, Rakel Ósk.
Það er ekkert leiðinlegt bara mismunandi skemmtilegt.