Hérna kemur ein ferða saga af Undri vetrar:

Ég fór eini skjöldungurinn af því að allir hinir beiluðu, mér til mikilla leiðinda. Ds. Foringinn minn hann Palli Viggós var svo góður að skutla mér og reyndar 7 Víflum norður og var þetta ein pínlegasta bílferð sem ég hef á ævi minni farið í. 5 tíma stanslaus akstur frá klukkan 1-6 um nóttina með gelgju öskrum aftur í. Þetta var hreinasta martröð. Svo þegar við vorum komin á Hamra þá var ekkert halló mamma sko.. það var bara farið að sofa eftir þessa líka löngu bílferð (og eyrnaverki í mínu tilfelli) og ekki vaknað fyr en klukkan 10 daginn eftir.

Mánudagur:
Svo var farið á skíði þegar við vorum búin að velta því fyrir okkur hvort það væri opið eða ekki. En jújú. Það var opið í Hlíðarfjalli. Þetta var líka alveg hrikaleg skíðaferð þar sem ég var ein alltaf upp brekkurnar og söng öll skátalög sem ég mundi á leiðinni upp og rann mér líka svo ein niður að deyja úr hræðslu. Svo fórum við aftur upp á Hamra og þá vorum við sko að tala saman. Þar voru tveir seglar á mínum aldri og nokkrir Akureyringar sem ég gat minglað við. Við borðuðum dýrindis máltíð (það má reyndar deila um hvort hún var dýrindis eða ekki) frá Bautanum og skelltum okkur svo í heit fiskikör. Þá reyndum við að að koma okkur sem flestum fyrir í einu slíku og var metið 7 manns í eitt kar. Svo skelltum við okkur í eina Brynju og fórum svo að lúra

Þriðjudagur:
Við vöknuðum snemma til að athuga hvort að það væri opið í fjallinu því það átti að vera lokað samkvæmt veðurspá dagsins áður. En okkur til mikilla ánægju var opið fjallinu og ég þurfti ekki að vera mikið ein þennan dag. Það lokaði samt rétt eftir hádegi vegna þessarar einu vindáttar sem fær Hlíðarfjall til að loka. Þá skiptist hópurinn í tvennt, þeir sem vildu klifra og þeir sem vildu fara í sund. Ég ákvað að fara í sund ásamt seglunum og tveimur klökkum. Það var yndislegt. Við fórum að æfa sundballett og alles. Frekar gaman. Svo bara fórum við fimm út að borða á greifanum, voða fínt. Ég gerði svo líka heiðarlega tilraun til að kenna fólki SPANK! en það var ekki að virka vegna rökræðna um álver o.þ.h. Um kvöldið kom svo Finnboj og við fórum í capture the flag, alveg svaka stuð og svo var Teddi með myndasýningu. Svo fórum við aftur í pottinn, en það var aðeins meiri vindur en fyrri daginn þannig að það var ekki eins kósý og svo lögðum við okkur.

Miðvikudagur:
Við höfðum ekkert svo mikið fyrir að vakna, eða ég veit ekki með þá sem voru þarna aðrir en ég, ég var allavega ekkert að flýta mér. Ég þurfti allavega að pakka öllu niður því ég var að fara seinna þennan dag. Við fórum á skíðamót SSS (skíðasambandi skáta) þar sem var keppt í svigi, stökki, skúlptúr og gjörningi. Í sviginu þurftir þú að sviga niður brekku, fara ofaní grifju og klifra úr henni aftur upp brattann vegg, skíða upp í móti, hella svo upp á kakó, sviga niður restina af brautinni og gefa dómurum kakóið. Svo var svo leiðinlegt að ég þurfti að fara eftir að hafa stokkið á stökkbrettinu þannig að ég veit ekki hvernig restin var. En þeir sem fóru með sigur af bítum voru:

1. Einar, Klakkur
2. Guðrún, Klakkur
3. Halldór, Segull

Svo var lokahóf um kvöldið og ætli það hafi ekki verið alveg ægilega fínt, ég veit ekkert um það þar sem ég var að keyra í bæjinn.

Alveg þrælmagnað mót og ég mæli með að sem flestir mæti á það næsta ár.
Á skíðum skemmti ég mér tralallala trallallalala tralllalalla
Niður brekku ég fer tralallala trallalallalala.

Kveðja
Eygló Skjöldungu
Fyrirgefðu, vinnur þú hér?