Ds. Kotasæla ferðasaga Já hvað á maður ekki bara að skella inn ferðasögu frá Ds. Kotasælu..

Þetta byrjaði allt hinn fagra eftirmiðdag 19. janúar. Eftir smá misskilning kom pabbi hans Orra að sækja mig og við brunuðum upp í Dalakot. Þegar þangað kom hófst hin mikla keppni sem hét Baráttan um kojuna.. eða það héldum við en við fengum svo góðar kojur strax því við vorum svo snemma í því að lítið varð úr keppninni…OHH allavega. Þegar við vorum búin að henda af okkur pokunum tók við spjall þangað til að við vorum kölluð niður í sal..niður í kaldasta helvíti.. þar fórum við í kynningarleik og eignuðumst öll nýjan vin: þetta er jón vesti vinur minn (Blautur koss) já sem endaði með því að fólk var kysst á ólíklegustu staði. Stebbi G kyssti mig t.d. á hægri rasskinnina og ég kyssti Alla á vinstri ilina..og jonni kyssti Orra á já mjög skemmtilegum stað.. haha
Svo kom að því að skipta fólki í lið. Ég lenti í því yndislega liði X-men.. ásamt Mása (landnema), Ágústi (einherjar/valkyrjan), Elísabetu (Mosverjar), Unnur (mosverjar) og Andra (skjöldungum)…hann gústi fór með okkur uppí kojur í létt spjall. Um kvöldið var svo djúpa laugi á dagskrá.. fyrst var Stebbi G spyrill og endaði á að velja keppanda númer 1.. hana Helgu úr Hamri.. svo var ég spyrill og valdi keppandi númer eitt..því miður man ég ekki hvað hann heitir en hann var úr mosverjum…held ég.. fyrirgefðu að ég man ekki eftir þér.. allavega. Svo var ákveðið að fara að sofa..eða reyna það þar sem við sváfum átta í kássu í plássi sem hæfði 4 manneskjum..
Eftir mjög takmarkaðan og erfiðan svefn vöknuðum við mishress og hoppuðum niður í morgunmat. Svo komu Elísa og Hulda (jeij) og við fórum út ásamt fullt af fólki að reyna að drepa okkur a.k.a. renna okkur á sleðum og brettum niður hinar ýmsu brekkur. En svo var okkur orðið svo kalt á tánum að við fórum inn og ar byrjaði flokkakeppni. Hún innihélt m.a. kotasælu áts keppni, steypi skó kast, eggjakast, biðraða SLAG, tannkremstúbu tæmingar/fyllingarkeppni og annað skemmtilegt.. eftir þessa mögnuðu keppni var farið inn að reyna að hlýja sér.. ég fór að spila við fólk og vann svo fjóra ísfirðinga í spili sem ég var nýbúin að læra…FACE Grímur, Liljar, Ágúst og Yngvi…og pínu feis á Hemma bara af því að hann er ísfirðingur!!
Eftir unaðslegan kvöldmat, sem var reyndar kaldur hjá mér, var haldin hin besta kvöldvaka með skemmtilegum skemmtiatriðum, mögnuðum söng, SJÓÐHEITU slúðri, styrkt af MEST, og ýmsu öðru.. Síðan var næturleikur sem var í anda Austin Powers..því honum hafði jú verið rænt.. eftir spjall og já kúr hjá örugglega einhverjum þá var farið að sofa í aðeins minni þrengslum en ég komst þó að því að Jonni(landnemi) er með þunga hendi..
Daginn eftir fóru þó nokkrir í ævintýraferð og svo týndust allir heim einn af öðrum. Við fórum um 2 leytið heim afþví að úbersvali pabbi minn kom og sótti mig á vélsleða…honum langaði bara svo mikið út að leika..en það var stutt gaman því ég var að fara í sund með Gógó (skjöldungur a.k.a. hallveig) og Huldu.. þannig að við hoppuðum upp í bíl ásamt fleirum og fórum heim..
Takk fyrir frábæra helgi:D
Fríða Björk hefur skrifað.