Sjálfboðaliði á Gilwell Park Þann 1. júní 2006 fór ég sem sjálfboðaliði til Englands á Gilwell Park í London og dvaldi ég þar í 6 vikur. En Gilwell Park er stærsti skátagarður Englands og er samtals 110 ekrur. Þetta sumarið voru skátar frá: Ástralíu, Frakklandi, Englandi, Póllandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Íslandi(ég) og dvöldum við mislangt yfir sumarið.

Vinnan á Gilwell Park er ekkert ósvipuð vinnunni á Úlfljótsvatni en það er samt stór munur þarna á milli. Á morgnanna var alltaf haldinn starfsmannafundur þar sem var sagt okkur í hvaða störfum við áttum að vera yfir daginn og hvernig gærdagurinn kom út. Einnig voru lesnar veðurfréttir og hrós veitt en stundum þurfti þó að gagngrýna. Eftir fundinn fóra fram þessi hefðbundnu þrifslustörf en þá var gengið á alla klósettbyggingarnar og þrifið, svo var tekið upp rusl á svæðunum. Svona í kringum hádegið fóru fram allir dagskráliðir og var okkur þá skipt niður og voru störfin eftifarandi: klifurveggur, kajak, bogfimi, kassaklifur, skotfimi, ,,Challenge Valley", 3G róla og ýmislegt fleira. Ef það voru margir hópar á staðnum þá opnuðum við sjoppuna, minjagripaverslunina og safnið og var okkur skipt niður á vaktir jafnt og þétt.

Einu sinni til tvisvar í viku voru haldin starfsmannakvöld þar sem að við fórum öll eitthvert og gerðum eitthvað saman eins og: Laser Tag, rafting, fjórhjól og bíó og náði þetta að hrista hópinn saman þannig að um sumarið vorum við öll óaðskiljanleg.

Á sumrin eru einnig haldin skátamót á Gilwell Park og á þeim tíma sem ég var þarna þá var haldið ylfingamót og skátamótið Gilwell24. Ylfingamótin í Englandi eru mun stærri en ylfingamótin hérna heima en það komu 1100 ylfingar og foringjar bara frá London og voru sett upp allskonar tívolí tæki og sirkusar og eitthvað sem að mér hefði aldrei dottið í hug að væri sett á ylfingamót.
Gilwell24 var seinustu helgina mína og er þetta mjög líkt Smiðjudögum en bara mun skemmtilegri. Þar er smiðja allan sólarhringinn og þvílíkt fjör allan tímann.

Svipuð grein mun birtast í næsta Skátablaði (hvet ykkur til að lesa hana) en ég vildi bara deila þessu með ykkur hérna, hvet ykkur endilega að kynna ykkur Gilwell Park. En aldurstakmarkið fyrir sjálfboðaliðastörf er 18 ára + og ef þið hafið eitthverjar spurningar þá endilega spyrjið.

Rakel Ósk.
Það er ekkert leiðinlegt bara mismunandi skemmtilegt.